Sport

Ragna vann indversku stelpuna og er komin í úrslit í Wales

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir.
Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er að gera góða hluti á alþjóðlega velska mótinu sem fram fer um helgina. Ragna er komin alla leiðp í úrslitaleikinn sem fram fer í dag.

Ragna vann Tanvi Lad frá Indlandi í undanúrslitunum í gær en Ragna kláraði leikinn í tveimur hrinum 21-10 og 21-14. Tanvi Lad er númer 157 á heimslistanum en Ragna er númer 66.

Ragna er ekki enn búin að tapa hrinu á mótinu en hún mætir Nicole Schaller frá Swiss í úrslitaleiknum. Schaller er í 144. sæti heimslistans.

Ef Ragna vinnur mótið gefur það henni 2.500 stig á heimslistanum sem eru mikilvæg stig á leið hennar í að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×