Viðskipti erlent

Indverjar halda stóru keðjunum frá smásölunni

Walmart er eitt stærsta smásölufyrirtæki í heimi.
Walmart er eitt stærsta smásölufyrirtæki í heimi.
Indverjar hafa ákveðið að banna alþjóðlegum risafyrirtækjum á sviði smásölu að opna stórar verslunarmiðstöðvar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mörg fyrirtæki á sviði smásölu hafa reynt að feta sig inn á indverska markaðinn og stóðu líkur til þess að stjórnvöld myndu opna markaðinn upp á gátt fyrir lok árs með sérstakri lagasetningu. Nú er útlit fyrir að það gerist ekki, samkvæmt frétt BBC.

Sérstaklega er það hræðsla við að risafyrirtækin bandarísku, Tesco og Walmart, komi inn á markaðinn og ná á honum fullkomnum tökum, með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á störf í Indlandi og samkeppni sömuleiðis.

Indverski smásölumarkaðurinn er sá sem hraðast hefur vaxið á undanförnum árum. Samkvæmt spám mun hann vaxa enn hraðar á komandi árum, en talið er að indverska hagkerfið verði orðið stærsta hagkerfi heims eftir innan við 30 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×