Viðskipti erlent

Þriðji hver Dani kaupir jólagjafir á netinu

Þriðji hver Dani mun kaupa jólagjöf eða gjafir á netinu í ár en netverslun hefur stöðugt aukist í Danmörku á undanförnum árum.

Í umfjöllun um málið í Berlingske Tidende segir að í ár muni Danir versla í heild á netinu fyrir um 45 milljarða danskra króna eða tæplega 1.000 milljarða króna. Til samanburðar var þessi upphæð 40 milljarðar danskra króna í fyrra. Á sama tíma hefur orðið nokkur samdráttur í hefðbundinni verslun í Danmörku og þá einkum hjá fatabúðum

Samkvæmt upplýsingum frá samtökum netverslana í Danmörku reikna um 40% þeirra með að jólaverslunin verði betri í ár en í fyrra og 11% búast við að aukningin í veltu þeirra verði um eða yfir 25% miðað við jólin í fyrra.

Þær jólagjafir sem Danir kaupa á netinu eru einkum diskar með tónlist eða kvikmyndum, bækur, leikföng og gjafakort.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×