Viðskipti erlent

Skilanefnd hótar að hætta við söluna á Iceland Foods

Skilanefnd Landsbankans hefur hótað áhugasömum kaupendum að Iceland Foods verslsunarkeðjunni að hætta við söluna á keðjunni ef viðunandi tilboð berst ekki í hana.

Skilnefndin telur 1,5 milljarða punda eða rúmlega 270 milljarða króna viðunandi tilboð. Þetta kemur fram á vefsíðunni This is Money í Bretlandi. Hæsta tilboðið í Iceland Foods hingað til hljóðar upp á 1,3 milljarða punda.

Á vefsíðunni kemur fram að skilanefndin hafi þegar aflað sér meir en 2 milljarða punda frá endurheimtum lánum og sölu á eignum og fari brátt að greiða þá upphæð út til breskra og hollenskra stjórnvalda upp í Icesave skuldina. Skilanefndin sé því ekki undir neinum þrýstingi að selja Iceland strax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×