Smjörkreppa í Noregi, Danir hlaupa ekki undir bagga 6. desember 2011 07:20 Smjörörvænting hefur gripið um sig í Noregi. Norðmenn eru tilbúnir til að kaupa kíló af smjöri á yfir 600 krónur norskar eða á allt að 12.000 krónur. Það er sambland af aukinni neyslu á smjöri í ár og mjög strangt kvótakerfi um framleiðslu þess sem veldur alvarlegum smjörskorti í Noregi síðustu vikurnar fyrir jól. Smjörneysla Norðmanna hefur raunar verið 27% meiri í ár en hægt var að framleiða samkvæmt kvótunum. Í frétt í blaðinu BT um málið kemur fram að norska landbúnaðarráðuneytið hafi gripið til neyðarráðstafana og aflétt sektum sínum við umframframleiðslunni. Þar að auki hafi ráðuneytið lækkað tolla á innfluttu smjöri úr 25 norskum krónum á kílóið og niður í 4 krónur fram að áramótum svo að hægt sé að steikja jólaöndina í smjöri að hefðbundnum hætti eins og það er orðað í BT. Undir venjulegum kringumstæðum myndi danski landbúnaðarrisinn Arla hlaupa undir bagga með Norðmönnum. Forráðamenn Arla eru hinsvegar orðnir þreyttir á þessum skammtímalausnum Norðmanna sem skila Arla engu þannig að skilaboð Arla til Norðmanna núna eru að þeir geti stiknað í eigin feiti. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Smjörörvænting hefur gripið um sig í Noregi. Norðmenn eru tilbúnir til að kaupa kíló af smjöri á yfir 600 krónur norskar eða á allt að 12.000 krónur. Það er sambland af aukinni neyslu á smjöri í ár og mjög strangt kvótakerfi um framleiðslu þess sem veldur alvarlegum smjörskorti í Noregi síðustu vikurnar fyrir jól. Smjörneysla Norðmanna hefur raunar verið 27% meiri í ár en hægt var að framleiða samkvæmt kvótunum. Í frétt í blaðinu BT um málið kemur fram að norska landbúnaðarráðuneytið hafi gripið til neyðarráðstafana og aflétt sektum sínum við umframframleiðslunni. Þar að auki hafi ráðuneytið lækkað tolla á innfluttu smjöri úr 25 norskum krónum á kílóið og niður í 4 krónur fram að áramótum svo að hægt sé að steikja jólaöndina í smjöri að hefðbundnum hætti eins og það er orðað í BT. Undir venjulegum kringumstæðum myndi danski landbúnaðarrisinn Arla hlaupa undir bagga með Norðmönnum. Forráðamenn Arla eru hinsvegar orðnir þreyttir á þessum skammtímalausnum Norðmanna sem skila Arla engu þannig að skilaboð Arla til Norðmanna núna eru að þeir geti stiknað í eigin feiti.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira