Viðskipti erlent

Þriðja hver kona á bótum í Danmörku vill ekki vinna

Þriðja hver kona sem er á atvinnuleysisbótum í Danmörku hefur engan áhuga á því að útvega sér vinnu. Hinsvegar eru aðeins 5,8% danskra karla með sömu afstöðu.

Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum dönsku hagstofunnar en alls tóku um 15.000 bótaþegar þátt í henni. Í könnuninni kemur fram að samtals um helmingur kvennanna hafði ekki sótt um atvinnu á síðustu fjórum vikum og ætluðu ekki að sækja um vinnu innan næstu tveggja vikna.

Samtök atvinnulífsins í Danmörku segja að þessar upplýsingar sýni að danskar konur sjái hag sínum betur borgið með því að vera heima á bótum og sinna börnum sínum en að vera á vinnumarkaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×