Lífið

Hart barist í geðveikri jólalagasamkeppni

Jón Gnarr sem geðveikur jólasveinn.
Jón Gnarr sem geðveikur jólasveinn.
Starfsmenn 15 „geðveikra“ fyrirtækja, hafa tekið áskorun um að velja eða semja jólalag og framleiða myndband því til stuðnings. Jólalögin verða þeirra framlag inn í jólalagakeppnina Geðveik Jól 2011 sem hefst í kvöld,  7. Desember, með frumsýningu á lögunum í opinni dagskrá Skjás Eins kl. 19:30

Kosning stendur yfir til 20. Desember. Á meðan gefst landsmönnum kostur á að kjósa uppáhalds jólalagið sitt, sem að þeirra mati skarar framúr og á skilið titilinn "GEÐVEIKASTA JÓLALAGIÐ 2011"

Eitt atkvæði kostar 1000 kr. og rennur allur ágóði í uppbyggingastarf GEÐHJÁLPAR.

Hægt verður að kjósa inná www.gedveikjol.is, svo er hægt að fylgjast með fréttum inn á https://www.facebook.com/GEDVEIKJOL.

Þátttakendur eru:

ACTAVIS – LANDSBANKINN – LANDSNET – ORKUVEITAN - LANDSVIRKJUN - PÓSTURINN – EIMSKIP – HUSASMIÐJAN – ALCOA – OLIS – SJÓVÁ - KPMG - HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK – BORGUN og ODDI.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.