Einar Þór kominn í 1000 leiki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2011 08:00 Einar Þór Skarphéðinsson í leik ÍR og Njarðvíkur á dögunum. Mynd/Valli Körfuknattleiksdómarinn Einar Þór Skarphéðinsson úr Borgarnesi dæmdi á laugardag sinn 1000 körfuboltaleik þegar Snæfell lagði Val í Iceland Express-deild kvenna. „Maður er kominn í hóp góðra útvaldra," sagði Einar Þór þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Einar Þór grínaðist með að samkvæmt eigin talningu hefði hann dæmt 1000 leikinn á föstudaginn þegar ÍA mætti Hamri. Samkvæmt opinberum tölum hefði hann þó náð áfanganum í gær og taldi hann best að miða við þann leik. Einar Þór sagði hafa gengið vel að dæma 1000 leikinn en sagðist hafa lent í ýmsum ævintýrum í dómgæslu, jafnt góðum sem slæmum á ferlinum. „Það er samt þannig að jákvæðu minningarnar sitja eftir." Aðspurður um breytingar sem hafa orðið í dómgæslu síðan hann byrjaði að dæma árið 1988 nefnir hann fagmennsku. „Fagmennska er á mjög háu stigi, mun hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum mjög sjálfsgagnrýnir, sitjum marga fundi á hverju ári þar sem farið er yfir hvað megi betur fara," segir Einar Þór og nefnir sérstaklega helgarfund á hverju hausti þar sem körfuboltadómarar rýna í reglubreytingar og áherslubreytingar fyrir komandi tímabil. Einar Þór segir einnig körfuboltadómara vera í góðu formi. „Þú líkir því ekkert saman við það sem var fyrir 20 árum. Í dag eru körfuboltadómarar íþróttamenn. Ég æfi fjórum sinnum í viku fyrir utan leiki," segir Einar Þór sem segist eiga nóg eftir í dómgæslunni. „Við sem teljumst gömlu karlanir erum ekkert gamlir. Rétt skriðnir yfir fertugt og á besta aldri," segir Einar sem dæmdi í gær sinn þriðja leik á þremur dögum. Í leiknum vann Skallagrímur sigur á Laugdælum í 1. deild kvenna en Einar þekkti samdómara sinn betur en flesta. Þorkell Már Einarsson, 16 ára sonur Einars, dæmdi með honum. „Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Honum var alls ekki ýtt út í þetta," segir Einar Þór léttur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Körfuknattleiksdómarinn Einar Þór Skarphéðinsson úr Borgarnesi dæmdi á laugardag sinn 1000 körfuboltaleik þegar Snæfell lagði Val í Iceland Express-deild kvenna. „Maður er kominn í hóp góðra útvaldra," sagði Einar Þór þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Einar Þór grínaðist með að samkvæmt eigin talningu hefði hann dæmt 1000 leikinn á föstudaginn þegar ÍA mætti Hamri. Samkvæmt opinberum tölum hefði hann þó náð áfanganum í gær og taldi hann best að miða við þann leik. Einar Þór sagði hafa gengið vel að dæma 1000 leikinn en sagðist hafa lent í ýmsum ævintýrum í dómgæslu, jafnt góðum sem slæmum á ferlinum. „Það er samt þannig að jákvæðu minningarnar sitja eftir." Aðspurður um breytingar sem hafa orðið í dómgæslu síðan hann byrjaði að dæma árið 1988 nefnir hann fagmennsku. „Fagmennska er á mjög háu stigi, mun hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum mjög sjálfsgagnrýnir, sitjum marga fundi á hverju ári þar sem farið er yfir hvað megi betur fara," segir Einar Þór og nefnir sérstaklega helgarfund á hverju hausti þar sem körfuboltadómarar rýna í reglubreytingar og áherslubreytingar fyrir komandi tímabil. Einar Þór segir einnig körfuboltadómara vera í góðu formi. „Þú líkir því ekkert saman við það sem var fyrir 20 árum. Í dag eru körfuboltadómarar íþróttamenn. Ég æfi fjórum sinnum í viku fyrir utan leiki," segir Einar Þór sem segist eiga nóg eftir í dómgæslunni. „Við sem teljumst gömlu karlanir erum ekkert gamlir. Rétt skriðnir yfir fertugt og á besta aldri," segir Einar sem dæmdi í gær sinn þriðja leik á þremur dögum. Í leiknum vann Skallagrímur sigur á Laugdælum í 1. deild kvenna en Einar þekkti samdómara sinn betur en flesta. Þorkell Már Einarsson, 16 ára sonur Einars, dæmdi með honum. „Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Honum var alls ekki ýtt út í þetta," segir Einar Þór léttur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum