Einar Þór kominn í 1000 leiki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2011 08:00 Einar Þór Skarphéðinsson í leik ÍR og Njarðvíkur á dögunum. Mynd/Valli Körfuknattleiksdómarinn Einar Þór Skarphéðinsson úr Borgarnesi dæmdi á laugardag sinn 1000 körfuboltaleik þegar Snæfell lagði Val í Iceland Express-deild kvenna. „Maður er kominn í hóp góðra útvaldra," sagði Einar Þór þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Einar Þór grínaðist með að samkvæmt eigin talningu hefði hann dæmt 1000 leikinn á föstudaginn þegar ÍA mætti Hamri. Samkvæmt opinberum tölum hefði hann þó náð áfanganum í gær og taldi hann best að miða við þann leik. Einar Þór sagði hafa gengið vel að dæma 1000 leikinn en sagðist hafa lent í ýmsum ævintýrum í dómgæslu, jafnt góðum sem slæmum á ferlinum. „Það er samt þannig að jákvæðu minningarnar sitja eftir." Aðspurður um breytingar sem hafa orðið í dómgæslu síðan hann byrjaði að dæma árið 1988 nefnir hann fagmennsku. „Fagmennska er á mjög háu stigi, mun hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum mjög sjálfsgagnrýnir, sitjum marga fundi á hverju ári þar sem farið er yfir hvað megi betur fara," segir Einar Þór og nefnir sérstaklega helgarfund á hverju hausti þar sem körfuboltadómarar rýna í reglubreytingar og áherslubreytingar fyrir komandi tímabil. Einar Þór segir einnig körfuboltadómara vera í góðu formi. „Þú líkir því ekkert saman við það sem var fyrir 20 árum. Í dag eru körfuboltadómarar íþróttamenn. Ég æfi fjórum sinnum í viku fyrir utan leiki," segir Einar Þór sem segist eiga nóg eftir í dómgæslunni. „Við sem teljumst gömlu karlanir erum ekkert gamlir. Rétt skriðnir yfir fertugt og á besta aldri," segir Einar sem dæmdi í gær sinn þriðja leik á þremur dögum. Í leiknum vann Skallagrímur sigur á Laugdælum í 1. deild kvenna en Einar þekkti samdómara sinn betur en flesta. Þorkell Már Einarsson, 16 ára sonur Einars, dæmdi með honum. „Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Honum var alls ekki ýtt út í þetta," segir Einar Þór léttur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Körfuknattleiksdómarinn Einar Þór Skarphéðinsson úr Borgarnesi dæmdi á laugardag sinn 1000 körfuboltaleik þegar Snæfell lagði Val í Iceland Express-deild kvenna. „Maður er kominn í hóp góðra útvaldra," sagði Einar Þór þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Einar Þór grínaðist með að samkvæmt eigin talningu hefði hann dæmt 1000 leikinn á föstudaginn þegar ÍA mætti Hamri. Samkvæmt opinberum tölum hefði hann þó náð áfanganum í gær og taldi hann best að miða við þann leik. Einar Þór sagði hafa gengið vel að dæma 1000 leikinn en sagðist hafa lent í ýmsum ævintýrum í dómgæslu, jafnt góðum sem slæmum á ferlinum. „Það er samt þannig að jákvæðu minningarnar sitja eftir." Aðspurður um breytingar sem hafa orðið í dómgæslu síðan hann byrjaði að dæma árið 1988 nefnir hann fagmennsku. „Fagmennska er á mjög háu stigi, mun hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum mjög sjálfsgagnrýnir, sitjum marga fundi á hverju ári þar sem farið er yfir hvað megi betur fara," segir Einar Þór og nefnir sérstaklega helgarfund á hverju hausti þar sem körfuboltadómarar rýna í reglubreytingar og áherslubreytingar fyrir komandi tímabil. Einar Þór segir einnig körfuboltadómara vera í góðu formi. „Þú líkir því ekkert saman við það sem var fyrir 20 árum. Í dag eru körfuboltadómarar íþróttamenn. Ég æfi fjórum sinnum í viku fyrir utan leiki," segir Einar Þór sem segist eiga nóg eftir í dómgæslunni. „Við sem teljumst gömlu karlanir erum ekkert gamlir. Rétt skriðnir yfir fertugt og á besta aldri," segir Einar sem dæmdi í gær sinn þriðja leik á þremur dögum. Í leiknum vann Skallagrímur sigur á Laugdælum í 1. deild kvenna en Einar þekkti samdómara sinn betur en flesta. Þorkell Már Einarsson, 16 ára sonur Einars, dæmdi með honum. „Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Honum var alls ekki ýtt út í þetta," segir Einar Þór léttur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn