Sport

Diego og Telma sigursæl á Íslandsmótinu í kumite

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Diego Björn og Telma Rut með verðlaun sín.
Diego Björn og Telma Rut með verðlaun sín. Karatesamband Íslands
Diego Björn Valencia úr Víkingi og Telma Rut Frímannsdóttir úr Aftureldingu urðu Íslandsmeistarar í opnum flokki á Íslandsmóti fullorðinna í kumite sem fram fór í Fylkissetrinu í gær.

Telma Rut lagði Aðalheiði Rósu Harðardóttur frá Akranesi í úrslitum í opnum flokki. Telma Rut vann einnig sigur í -61 kg flokki en hún vann alla bardaga sína má mótinu.

Diego Björn lagði Kristján Helga Carrasco, einnig úr Víkingi, í úrslitum í opnum flokki. Hann hafði einnig sigur í +84 kg flokki þar sem annar liðsfélagi hans, Andri Valur Guðjónssen, þurfti að lúta í lægra haldið.

Lið Víkings varð Íslandsmeistari félaga í kumite fullorðinna með flest samanlögð stig. Í sveitakeppni karla höfðu Víkingar einnig sigur eftir úrslitaeinvígi gegn Haukum.

Íslandsmeistarar

Kumite kvenna -61kg:  Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding

Kumite kvenna +61kg: Helena Montazeri, Víkingur

Kumite kvenna opinn flokkur: Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding

Kumite karla -67kg: Kristján Helgi Carrasco, Víkingur

Kumite karla -74kg: Kristján Ó. Davíðsson, Haukar

Kumite karla -84kg: Pétur Rafn Bryde, Víkingur

Kumite karla +84kg: Diego Björn Valencia, Víkingur

Kumite karla opinn flokkur: Diego Björn Valencia, Víkingur

Kumite liðakeppni karla: Víkingur - Liðið skipuðu Diego Björn Valencia, Kristján Helgi Carrasco, Andri Valur Guðjónsen

Íslandsmeistarar félaga í kumite fullorðinna; Víkingur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×