Pedro de la Rosa keppir með HRT liðinu næstu tvö árin 21. nóvember 2011 17:45 Jenson Button og Pedro de la Rosa að störfum með McLaren liðinu. MYND: MCLAREN Spánverjinn Pedro de la Rosa hefur skrifað undir tveggja ára samning við HRT Formúlu 1 liðið sem keppnisökumaður og ekur með liðinu 2012 og 2013. Hann hefur starfað með McLaren liðinu frá 2003 sem vara- og þróunarökumaður og keppti í nokkrum mótum með liðinu, auk þess að aka með Sauber um tíma sem keppnisökumaður. De la Rosa er fjörtuíu ára gamall og Georg Kolles yfirmaður HRT telur að reynsla hans komi liðinu á góðum notum, en liðið er staðsett á Spáni. „Þetta er mikilvægt skref á íþróttaferli mínum og ákvörðun sem ég hef hugleitt hvað mest af öllum ákvörðunum. Ég er á góðum stað hvað þroska varðar og er tilbúinn að taka þessari áskorun, sem er mikill hvatning fyrir mig," sagði de la Rosa í frétt á autosport.com í dag. De la Rosa sagði að þrennt hefði valdið því að hann tók þess ákvörðun. Þrá hans að keppa í kappakstri, sú staðreynd að HRT liðið er spænskt og að hann vildi kynnast þeim sem stýra verkefninu og meðal þeirra er Luis Peres-Sala. HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum í Formúlu 1, en Viantonio Liuzzi og Daniel Ricciardo hafa stýrt bílum liðsins í mótum ársins, auk Narain Karthikeyan. „Hvað mig varðar þá er þetta tíminn til að nýta allt sem ég hef lært gegnum tíðina með toppliðunm í kappakstri, þannig að við getum vaxið í sameinungu. Ég er stoltur að Spánn er með Formúlu 1 lið sem gefur mér þetta tækifæri. Ég er þakklátur HRT fyrir að treysta mér fyrir þessu. Þá get ég ekki gleymt að þakka McLaren liðinu fyrir að leyfa mér að taka þetta skref. Ég hef verið ánægður hjá þar síðustu átta ár og hef vaxið sem ökumaður og persóna", sagði de la Rosa og gat þess að auki að án McLaren væri hann ekki í þeim sporum sem hann er staddur í dag. Formúla Íþróttir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spánverjinn Pedro de la Rosa hefur skrifað undir tveggja ára samning við HRT Formúlu 1 liðið sem keppnisökumaður og ekur með liðinu 2012 og 2013. Hann hefur starfað með McLaren liðinu frá 2003 sem vara- og þróunarökumaður og keppti í nokkrum mótum með liðinu, auk þess að aka með Sauber um tíma sem keppnisökumaður. De la Rosa er fjörtuíu ára gamall og Georg Kolles yfirmaður HRT telur að reynsla hans komi liðinu á góðum notum, en liðið er staðsett á Spáni. „Þetta er mikilvægt skref á íþróttaferli mínum og ákvörðun sem ég hef hugleitt hvað mest af öllum ákvörðunum. Ég er á góðum stað hvað þroska varðar og er tilbúinn að taka þessari áskorun, sem er mikill hvatning fyrir mig," sagði de la Rosa í frétt á autosport.com í dag. De la Rosa sagði að þrennt hefði valdið því að hann tók þess ákvörðun. Þrá hans að keppa í kappakstri, sú staðreynd að HRT liðið er spænskt og að hann vildi kynnast þeim sem stýra verkefninu og meðal þeirra er Luis Peres-Sala. HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum í Formúlu 1, en Viantonio Liuzzi og Daniel Ricciardo hafa stýrt bílum liðsins í mótum ársins, auk Narain Karthikeyan. „Hvað mig varðar þá er þetta tíminn til að nýta allt sem ég hef lært gegnum tíðina með toppliðunm í kappakstri, þannig að við getum vaxið í sameinungu. Ég er stoltur að Spánn er með Formúlu 1 lið sem gefur mér þetta tækifæri. Ég er þakklátur HRT fyrir að treysta mér fyrir þessu. Þá get ég ekki gleymt að þakka McLaren liðinu fyrir að leyfa mér að taka þetta skref. Ég hef verið ánægður hjá þar síðustu átta ár og hef vaxið sem ökumaður og persóna", sagði de la Rosa og gat þess að auki að án McLaren væri hann ekki í þeim sporum sem hann er staddur í dag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira