Sigurmark United kom ekki þrátt fyrir stórsókn - Benfica komið áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 19:00 Mynd/AP Manchester United tókst ekki að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir stórskotahríð að marki Benfica á Old Trafford í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli og stigið nægði Benfica til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Basel tekur á móti United í lokaumferðinni í úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum. Manchester United lék án fyrirliðans Nemanja Vidic sem var í leikbanni og Wayne Rooney sem gat ekki spilað vegna meiðsla. Manchester United liðið varð fyrir áfalli í upphafi leiks þegar Phil Jones sendi boltann í eigið mark eftir aðeins þriggja mínútna leik en United-vörnin leit ekki vel út í markinu. Dimitar Berbatov jafnaði metin á 30. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Nani en sjónvarpsmyndatökur sýndu að hann var rangstæður og því átti markið aldrei að standa. Þetta var langþráð mark hjá Búlgaranum því hann hafði ekki skorað í Meistaradeildinni síðan árið 2008 eða í 1262 mínútu. Næstu mínútur voru ótrúlega með stórsóknum á víxl en svo róaðist leikurinn og mörku urðu ekki fleiri fram að hálfleik. Manchester United hóf seinni leikinn á stórsókn og hvert færið á fætur öðru fór forgörðum hjá liðinu á upphafsmínútum hálfleiksins. Loksins þegar markið kom þá voru Portúgalarnir fljótir að jafna. Darren Fletcher tókst loksins að koma boltanum í markið á 59. mínútu eftir frábæra sendingu Patrice Evra en slæm varnarmistök mínútu síðar sáu til þess að Pablo Aimar jafnaði leikinn. Manchester United fékk fjölda færa til viðbótar það sem eftir lifði leiks en sigurmarkið kom ekki og liðið þarf því að bíða fram í lokaumferðina til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Benfica-liðið hélt út og stigið nægði liðinu til þess að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum þar sem liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti bæði United og Basel. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Manchester United tókst ekki að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir stórskotahríð að marki Benfica á Old Trafford í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli og stigið nægði Benfica til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Basel tekur á móti United í lokaumferðinni í úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum. Manchester United lék án fyrirliðans Nemanja Vidic sem var í leikbanni og Wayne Rooney sem gat ekki spilað vegna meiðsla. Manchester United liðið varð fyrir áfalli í upphafi leiks þegar Phil Jones sendi boltann í eigið mark eftir aðeins þriggja mínútna leik en United-vörnin leit ekki vel út í markinu. Dimitar Berbatov jafnaði metin á 30. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Nani en sjónvarpsmyndatökur sýndu að hann var rangstæður og því átti markið aldrei að standa. Þetta var langþráð mark hjá Búlgaranum því hann hafði ekki skorað í Meistaradeildinni síðan árið 2008 eða í 1262 mínútu. Næstu mínútur voru ótrúlega með stórsóknum á víxl en svo róaðist leikurinn og mörku urðu ekki fleiri fram að hálfleik. Manchester United hóf seinni leikinn á stórsókn og hvert færið á fætur öðru fór forgörðum hjá liðinu á upphafsmínútum hálfleiksins. Loksins þegar markið kom þá voru Portúgalarnir fljótir að jafna. Darren Fletcher tókst loksins að koma boltanum í markið á 59. mínútu eftir frábæra sendingu Patrice Evra en slæm varnarmistök mínútu síðar sáu til þess að Pablo Aimar jafnaði leikinn. Manchester United fékk fjölda færa til viðbótar það sem eftir lifði leiks en sigurmarkið kom ekki og liðið þarf því að bíða fram í lokaumferðina til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Benfica-liðið hélt út og stigið nægði liðinu til þess að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum þar sem liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti bæði United og Basel.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira