Sport

Stóri bróðir vann "Harbowl" - Packers vann enn einn leikinn

Harbaugh-bræðurnir ræða hér við foreldra sína fyrir leikinn.
Harbaugh-bræðurnir ræða hér við foreldra sína fyrir leikinn.
Sögulegur atburður átti sér stað í NFL-deildinni í nótt þegar bræður mættust í fyrsta skipti sem aðalþjálfarar í NFL-deildinni. Alls voru þrír leikir spilaðir í NFL-deildinni í gær þar sem Bandaríkjamenn héldu upp á Þakkargjörðardaginn.

Það voru þeir Jim og John Harbaugh sem þjálfa San Francisco 49ers og Baltimore Ravens. Stóri bróðir, John, hafði sigur en Ravens vann leikinn 16-6. Þetta var aðeins annað tap Jim og 49ers sem voru  búnir að vinna átta leiki í röð áður en þeir mættu Hröfnunum frá Baltimore.

Öll fjölskyldan eyddi Þakkargjörðardeginum á vellinum á leik sem var einfaldlega kallaður: "Harbowl". Stoltið leyndi sér ekki úr andlitum foreldranna er fjölskyldan sameinaðist niður á velli fyrir leikinn.

Meistarar Green Bay Packers komust í 11-0 er þeir unnu Detroit Lions, 27-15, þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, átti enn einn stórleikinn.

Dallas Cowboys vann síðan dramatískan sigur á Miami Dolphins, 20-19, þar sem Dallas tryggði sér sigur með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×