Fótbolti

Mancini: Ekki nógu góðir til að vinna Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur að því virðist misst trúna á sitt lið í Meistaradeildinni en City-menn þurfa að hafa heppnina með sér ætli þeir sér að komast áfram í sextán liða úrslitin.

City tapaði 2-1 í gríðarlega mikilvægum leik á móti Napoli á þriðjudagskvöldið og verður nú bæði að vinna Bayern München í lokaleik sínum sem og að treysta á það að Napoli takist ekki að vinna botnlið Villarreal.

„Ég tel að við séum ekki með nógu gott lið til að vinna Meistaradeildina. Real Madrid, Bayern München, Barcelona og Inter Milan eru öll með meiri reynslu en við," segir Roberto Mancini.

Manchester City hefur fimm stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni en frábær frammistaða þeirra heima fyrir hefur ekki fylgt þeim yfir í Meistaradeildina.

„Ég vona samt að við komust áfram upp úr riðlinum og fáum að vera áfram með í Meistaradeildinni. Við stefnum á sigur á Bayern og treystum á það að Villarreal geti náð jafntefli á móti Napoli," sagði Mancini en City fer í Evrópudeildina missi liðið af sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×