Viðskipti erlent

Lánshæfi Belgíu lækkað

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Belgíu. Einkunin var AA+ en er nú AA. S&P hafa áhyggjur af möguleikum landsins til endurfjármögnunar auk þess sem markaðsaðstæður séu erfiðar. Ekkert lát virðist því vera á þeirri svartsýni sem ríkir á evrusvæðinu en S&P metur horfur Belgíu neikvæðar.

„Við teljum að möguleikar belgísku ríkisstjórnarinnar til þess að koma í veg fyrir auknar skuldir, sem eru þegar allt of háar, séu ekki góðir,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×