Viðskipti erlent

AGS setur saman neyðaraðstoð fyrir Ítalíu og Spán

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er nú að setja saman 800 milljarða dollara, eða 96.000 milljarða króna, neyðaraðstoð sem bjarga á Ítalíu, Spáni og evrunni úr þeim hremmingum sem skuldakreppan hefur valdið á evrusvæðinu.

Í fréttum um málið í ítölskum fjölmiðlum segir að hugsanlega verði Spáni boðið upp á lánalínu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í stað neyðarláns. Ítalíu verði hinsvegar boðin neyðaraðstoð í formi lána með 4 til 5% vöxtum til þess að gefa Mario Monti forsætisráðherra landsins svigrúm í eitt ár til að ná tökum á ríkisfjármálum landsins.

Fjármálalaráðherrar Evrópusambandsins hittast í dag til að ræða neyðarstoðina við fyrrgreind lönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×