Viðskipti erlent

Fitch varar Bandaríkin við lækkun á lánshæfi landsins

Matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi frest til ársins 2013 til að leggja fram trúverðuga áætlun um að draga úr gífurlegum fjárlagahalla landsins. Takist það ekki mun Fitch lækka lánshæfiseinkunn landsins.

Fitch hefur sett toppeinkunn Bandaríkjanna á neikvæðar horfum í sínum bókum. Áður hefur matsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkað toppeinkunn Bandaríkjanna um eitt hak. Matsfyrirtækið Moody´s setti lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á neikvæðar horfur fyrir nokkru síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×