Kimi Raikkönen keppir aftur í Formúlu 1 2012 29. nóvember 2011 09:42 Kimi Raikkönen keppir með Lotus Renault liðinu á næstu tvö keppnistímabilin. MYND: REnault Finninn Kimi Raikkönen, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur samið við Renault liðið um keppa með því næstu tvö árin. Raikkönen varð heimsmeistari með Ferrari árið 2007, en hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009 og hefur keppt í rallakstri síðan. Raikkönen skrifaði undir tveggja ára samning við Renault liðið, sem mun heita Lotus Renault á næsta ári eftir nafnabreytingu sem FIA hefur gefið leyfi fyrir. Liðið er í eigu Geni Capital fyrirtækisins og ökumenn liðsins á þessu ári voru Vitaly Petrov, Nick Heidfeld og Bruno Senna sem tók við sæti Heidfeld á tímabilinu. Liðið er staðsett í Enstone í Bretlandi og er í samstarfi við Lotus sportbílaframleiðandann breska. „Ég er hæstánægður að vera koma aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé og þakklátur Lotus Renault fyrir að bjóða mér þetta tækifæri", sagði Raikkönen í fréttatilkynningu frá liðinu. „Tíminn minn í heimsmeistarakeppninni í rallakstri hefur verið mér notadrjúgur sem ökumaður, en hungur mitt í Formúlu 1 var yfirþyrmandi. Það var auðvelt val að mæta aftur til leiks með Lotus Renault, af því ég hef verið hrifinn af metnaði liðsins. Núna hlakka ég til að spila stóran þátt í að koma liðinu í fremstu röð", sagði Raikkönen. Gérard Lopez stjórnarformaður Geni Capital sem á liðið sem Raikkönen mun keppa með segir að liðið vilji tryggja að það geti fljótlega keppt á toppnum. Lopez sagði eftirfarandi um samningin við Raikkönen: „Allt þetta ár höfum við sagt að liðið okkar væri að hefja nýja tíma. Að tjaldabaki höfum við unnið hörðum höndum að því að byggja grunn að árangursríku skipulagi og að tryggja að við getum fljótlega keppt á toppnum. Ákvörðun Raikkönen að mæta aftur í Formúlu 1 með okkur er fyrsta skrefið af nokkrum sem við ætlum að tilkynna, sem ætti að gera okkur samkeppnisfærari í framtíðinni. Auðvitað hlakkar okkur til að vinna með meistara. Fyrir hönd liðs okkar langar okkur að bjóða Raikkönen velkominn til Enstone, sem er staður sem hefur alltaf hlutina á mannlega hátt í Formúlu 1." Raikkönen hefur unnið 18 Formúlu 1 mót á ferlinum og 16 sinnum náð besta tíma í tímatöku. Hann hóf ferillinn í Formúlu 1 með Sauber liðinu árið 2001, en gekk síðan til liðs við McLaren árið eftir. Raikkönen keppti með McLaren til loka ársins 2006, en fór síðan til Ferrari og varð meistari með liðinu 2007. Hann hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009. Formúla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur samið við Renault liðið um keppa með því næstu tvö árin. Raikkönen varð heimsmeistari með Ferrari árið 2007, en hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009 og hefur keppt í rallakstri síðan. Raikkönen skrifaði undir tveggja ára samning við Renault liðið, sem mun heita Lotus Renault á næsta ári eftir nafnabreytingu sem FIA hefur gefið leyfi fyrir. Liðið er í eigu Geni Capital fyrirtækisins og ökumenn liðsins á þessu ári voru Vitaly Petrov, Nick Heidfeld og Bruno Senna sem tók við sæti Heidfeld á tímabilinu. Liðið er staðsett í Enstone í Bretlandi og er í samstarfi við Lotus sportbílaframleiðandann breska. „Ég er hæstánægður að vera koma aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé og þakklátur Lotus Renault fyrir að bjóða mér þetta tækifæri", sagði Raikkönen í fréttatilkynningu frá liðinu. „Tíminn minn í heimsmeistarakeppninni í rallakstri hefur verið mér notadrjúgur sem ökumaður, en hungur mitt í Formúlu 1 var yfirþyrmandi. Það var auðvelt val að mæta aftur til leiks með Lotus Renault, af því ég hef verið hrifinn af metnaði liðsins. Núna hlakka ég til að spila stóran þátt í að koma liðinu í fremstu röð", sagði Raikkönen. Gérard Lopez stjórnarformaður Geni Capital sem á liðið sem Raikkönen mun keppa með segir að liðið vilji tryggja að það geti fljótlega keppt á toppnum. Lopez sagði eftirfarandi um samningin við Raikkönen: „Allt þetta ár höfum við sagt að liðið okkar væri að hefja nýja tíma. Að tjaldabaki höfum við unnið hörðum höndum að því að byggja grunn að árangursríku skipulagi og að tryggja að við getum fljótlega keppt á toppnum. Ákvörðun Raikkönen að mæta aftur í Formúlu 1 með okkur er fyrsta skrefið af nokkrum sem við ætlum að tilkynna, sem ætti að gera okkur samkeppnisfærari í framtíðinni. Auðvitað hlakkar okkur til að vinna með meistara. Fyrir hönd liðs okkar langar okkur að bjóða Raikkönen velkominn til Enstone, sem er staður sem hefur alltaf hlutina á mannlega hátt í Formúlu 1." Raikkönen hefur unnið 18 Formúlu 1 mót á ferlinum og 16 sinnum náð besta tíma í tímatöku. Hann hóf ferillinn í Formúlu 1 með Sauber liðinu árið 2001, en gekk síðan til liðs við McLaren árið eftir. Raikkönen keppti með McLaren til loka ársins 2006, en fór síðan til Ferrari og varð meistari með liðinu 2007. Hann hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009.
Formúla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira