Grikkinn Lucas Papademos, fyrrverandi varabankastjóri Seðlabanka Evrópu, var í dag skipaður forsætisráðherra Grikkja, samkvæmt frétt BBC. Mynduð hefur verið ný samsteypustjórn þriggja flokka í Grikklandi til að fást við þá skelfilegu stöðu sem komin er upp í efnahagslífi landsins.
Stærsta verkefni Papademos er að tryggja að efnahagsáætlun grískra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geti haldið áfram og jafnframt að evruríkin muni styðja við bakið á Grikklandi eins og samið hefur verið um.
Papademos nýr forsætisráðherra Grikklands