Erlent

Höfðu afskipti af fjöldamorðingja þegar hann var fjögurra ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögregla og barnaverndayfirvöld höfðu fyrst afskipti af Breivik þegar hann var fjögurra ára gamall.
Lögregla og barnaverndayfirvöld höfðu fyrst afskipti af Breivik þegar hann var fjögurra ára gamall. mynd/ afp.
Lögregla og barnavernd í Noregi höfðu fyrst afskipti af Anders Behring Breivik, fjöldamorðingjanum í Útey, þegar hann var fjögurra ára gamall og aftur þegar hann var fimmtán ára gamall. Þetta kom fram í yfirheyrslum yfir honum hjá lögreglu, eftir því sem norska Dagbladet greinir frá. Litlar upplýsingar eru um atvikið þegar hann var fjögurra ára aðrar en þær að barnavernd vildi að hann yrði tekinn af heimili sínu. Málið týndist í kerfinu og hann var aldrei tekinn af heimilinu.

En þegar Breivik var fimmtán ára gamall ferðaðist hann einn í lest frá Osló til Kaupmannahafnar. Sökum ungs aldurs var barnavernd gert grein fyrir ferðum hans, en lögregla hafði jafnframt haft afskipti af honum vegna nokkurra smáglæpa. Geir Lippestad, verjandi Breiviks, segir í samtali við norska fjölmiðla að það mál hafi aldrei verið útkljáð og það hafi gleymst í kerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×