Vettel féll úr leik í fyrsta skipti á árinu eftir að dekk sprakk 13. nóvember 2011 20:50 Sebastian Vettel féll úr leik eftir að afturdekk á bíl hans sprakk og bíll hans skemmdist í framhaldi af því. AP MYND: Kamran Jebrelli Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk. „Á leið út úr fyrstu beygjunni virtist allt vera í lagi, en þegar ég var að fara í aðra beygjuna þá fann ég að eitthvað var skrítið hægra megin að aftan", sagði Vettel um atvikið. Hann þurfti að bregðast við til að hafa stjórn á bílnum, þar sem hægra afturdekkið var vindlaust, en hann fékk svo ekki við neitt ráðið og fór útaf brautinni og út á grasflöt. Vettel náði síðan að halda áfram og keyra inn á þjónustusvæðið. „Þegar ég kom á þjónustusvæðið þá var ljóst að afturfjöðrunin hafði skemmst og ég gat ekki haldið áfram. Við hefðum ekki getað gert neitt betur þessa helgina, en verðum að skoða hvað varð til þess að dekkið sprakk. Ég náði góðri ræsingu og var ánægður með bílinn fram að þessu atviki. Að tapa mótinu þarna, svona snemma, það er sannarlega sárt, " sagði Vettel. Hann notaði tækifærið og fylgidst með aðgerðum Red Bull á manna á þjónustusvæðinu, þar sem Christian Horner, yfirmaður Red Bull og þeir sem stýra gangi mála hjá liðinu sitja á meðan keppni stendur. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk. „Á leið út úr fyrstu beygjunni virtist allt vera í lagi, en þegar ég var að fara í aðra beygjuna þá fann ég að eitthvað var skrítið hægra megin að aftan", sagði Vettel um atvikið. Hann þurfti að bregðast við til að hafa stjórn á bílnum, þar sem hægra afturdekkið var vindlaust, en hann fékk svo ekki við neitt ráðið og fór útaf brautinni og út á grasflöt. Vettel náði síðan að halda áfram og keyra inn á þjónustusvæðið. „Þegar ég kom á þjónustusvæðið þá var ljóst að afturfjöðrunin hafði skemmst og ég gat ekki haldið áfram. Við hefðum ekki getað gert neitt betur þessa helgina, en verðum að skoða hvað varð til þess að dekkið sprakk. Ég náði góðri ræsingu og var ánægður með bílinn fram að þessu atviki. Að tapa mótinu þarna, svona snemma, það er sannarlega sárt, " sagði Vettel. Hann notaði tækifærið og fylgidst með aðgerðum Red Bull á manna á þjónustusvæðinu, þar sem Christian Horner, yfirmaður Red Bull og þeir sem stýra gangi mála hjá liðinu sitja á meðan keppni stendur.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira