Viðskipti erlent

Blair varar við "katastroffu"

Tony Blair, varar við vandanum á evrusvæðinu.
Tony Blair, varar við vandanum á evrusvæðinu.
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins, varar við því að evrusvæðið geti liðast í sundur með afleiðingum sem best sé lýs sem "katastroffu". Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Í viðtali BBC við Blair, sem birt var í dag á vefsíðu BBC, kemur fram í máli Blairs að evruþjóðirnar verði að grípa til aðgerða sem séu óhjákvæmilega sársaukafullar. Mikill niðurskurður á ríkisútgjöldum sem nauðsynlegur auk þess sem meira samstarf við fjárlagagerð ríkjanna verði að vera fyrir hendi.

Helsta áhyggjuefnið á evrusvæðinu er staða Ítalíu, sem er skuldum vafið og með veikburða fjármálkerfi. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi Evrópu, á eftir Þýskalandi og Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×