Alonso vill huga að næsta keppnistímabili sem fyrst 13. nóvember 2011 22:47 Fernando Alonso, Andy Latham, Lewis Hamilton og Jenson Button á verðlaunapallinum í Abú Dabí í dag. AP MYND: HASSAN AMMAR Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um akstur í tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton. „Í reyndi af kappi alla keppnina. Þetta var keppni í kapp við klukkuna. Ég ók tímatökuhring í hverjum hring til að reyna að minnka bilið", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso náði ekki að skáka Hamilton og kom rúmlega átta sekúndum á eftir honum í endamark. Alonso hefur unnið eitt mót á árinu og það var á Silverstone brautinni. Hann er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og á möguleika á því að ná öðru sætinu af Jenson Button, sem er tíu stigum ofar í stigatöflunni þegar eitt mót er eftir. Það er í Brasilíu eftir hálfan mánuð. „Satt að segja vill ég ljúka síðasta mótinu og hugsa um 2012 sem fyrst. Ekki það að ég vilji gleyma þessu ári, því árið hefur verið nokkuð gott hjá liðinu. Við höfum bætt okkur frá síðasta ári, en við náðum ekki að berjast um meistaratitilinn," sagði Alonso. Hann varð heimsmeistari ökumanna 2005 og 2006 með Renault og er með samning við Ferrari til lok ársins 2016. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa náði fimmta sæti í keppninni í dag og er með samning við Ferrari á næsta ári. Formúla Íþróttir Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um akstur í tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton. „Í reyndi af kappi alla keppnina. Þetta var keppni í kapp við klukkuna. Ég ók tímatökuhring í hverjum hring til að reyna að minnka bilið", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso náði ekki að skáka Hamilton og kom rúmlega átta sekúndum á eftir honum í endamark. Alonso hefur unnið eitt mót á árinu og það var á Silverstone brautinni. Hann er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og á möguleika á því að ná öðru sætinu af Jenson Button, sem er tíu stigum ofar í stigatöflunni þegar eitt mót er eftir. Það er í Brasilíu eftir hálfan mánuð. „Satt að segja vill ég ljúka síðasta mótinu og hugsa um 2012 sem fyrst. Ekki það að ég vilji gleyma þessu ári, því árið hefur verið nokkuð gott hjá liðinu. Við höfum bætt okkur frá síðasta ári, en við náðum ekki að berjast um meistaratitilinn," sagði Alonso. Hann varð heimsmeistari ökumanna 2005 og 2006 með Renault og er með samning við Ferrari til lok ársins 2016. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa náði fimmta sæti í keppninni í dag og er með samning við Ferrari á næsta ári.
Formúla Íþróttir Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira