Handbolti

Fram og Valur mætast í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fram er núverandi bikarmeistari kvenna.
Fram er núverandi bikarmeistari kvenna. Mynd/Daníel
Kvennalið Fram og Vals mætast í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna en dregið var í bæði karla- og kvennaflokki nú í hádeginu.

Þessi tvö lið hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið á undanförnum misserum og mæst í úrslitum bikarkeppninnar síðustu tvö árin. Fram er núverandi bikarmeistari en Valur er handhafi allra annarra titla.

Þá drógust HK og Stjarnan einnig saman en þetta eru líka meðal sterkustu liða N1-deildar kvenna. Leikirnir fara fram 24. og 25. janúar.

Hjá körlunum mæta bikarmeistarar Vals annað hvort ÍBV eða Haukum sem mætast í frestuðum leik í kvöld. Ef Haukar komast áfram verður viðureignin gegn Val væntanlega athyglisverðasta rimma umferðarinnar.

Þá drógust N1-deildarliðin Grótta og FH saman. Leikirnir í karlaflokki fara fram 4. og 5. desember.

Eimskipsbikar kvenna:

FH - Grótta

Selfoss - ÍBV

HK - Stjarnan

Valur - Fram

Eimskipsbikar karla:

Valur - ÍBV/Haukar

ÍBV 2 - HK

Fram - Stjarnan 2

Grótta - FH

Fylgst var með lýsingunni á Twitter-síðu Vísis, @VisirSport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×