Bianchi í mikilvægri vinnu með Ferrari 16. nóvember 2011 20:30 Formúlu 1 lið héldu áfram að prófa unga ökumenn um borð í bílum sínum á Abú Dabí brautinni í dag eins og í gær. Frakkinn Jean Eric Vergne a Red Bull náði aftur besta tíma á Yas Marina brautinni. Landi hans Jules Bianchi sem er varaökumaður Ferrari náði næstbesta tíma. Ökmennirnir sem eru á æfingunum hafa sumir hverjir aldrei ekið Formúlu 1 bíl áður og eru m.a. að prófa Pirelli dekk fyrir næsta ár, fyrir liðin sem þeir fá tækfiæri með. Formúlu 1 lið eru þegar farinn að huga að bílum næst árs og æfingarnar í Abú Dabí koma að notum á ýmsan hátt vegna þess. „Þetta var annar góður dagur. Ég náði að aka fjölmarga kílómetra og lauk því sem við áætluðum að prófa og gat bætt tíma minn frá því í gær. Þetta var mikilvæg vinna fyrir liðið, af því við höfum safnað saman upplýsingum sem verða mikilvægar fyrir þróun á 2012 bílnum," sagði Bianchi eftir æfinguna. Kevin Ceccon, 18 ára Ítali prófaði Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í dag með Torro Rosso. „Þetta var ótrúleg reynsla, að keyra Formúlu 1 bíl og að vinna með þessu liði. Ég er þakklátur Torro Rosso fyrir þetta frábæra tækifæri. Við náðum að ljúka mikilli vinnu í dag og að prófa hluti fyrir bílinn auk Pirelli dekkjanna fyrir næsta ár og bárum þau saman við dekk þess árs," sagði Cecoon. „Mér finnst ég hafa lært meira í dag í prófun á Formúlu 1 bíl, en á mörgum dögum í öðrum mótaröðum sem ég hef keppt í. Þetta var því lærdómsríkt og ég vonast til að taka framförum á morgun og geta hjálpað liðinu fyrir komandi tímabil," sagði Ceccon. Tímarnir í dag 1. Jean-Eric Vergne Red Bull 1:40.188 43 2. Jules Bianchi Ferrari 1:40.279 91 3. Gary Paffett McLaren 1:41.756 71 4. Valtteri Bottas Williams 1:42.367 88 5. Johnny Cecotto Force India 1:42.873 84 6. Esteban Gutierrez Sauber 1:43.637 96 7. Sam Bird Mercedes 1:43.734 94 8. Kevin Korjus Lotus Renault 1:43.776 70 9. Luiz Razia Team Lotus 1:43.944 89 10. Kevin Ceccon Toro Rosso 1:44.808 97 11. Jan Charouz HRT 1:46.644 56 12. Charles Pic Virgin 1:46.698 61 13. Nathanael Berthon Virgin 1:48.646 9 Formúla Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 lið héldu áfram að prófa unga ökumenn um borð í bílum sínum á Abú Dabí brautinni í dag eins og í gær. Frakkinn Jean Eric Vergne a Red Bull náði aftur besta tíma á Yas Marina brautinni. Landi hans Jules Bianchi sem er varaökumaður Ferrari náði næstbesta tíma. Ökmennirnir sem eru á æfingunum hafa sumir hverjir aldrei ekið Formúlu 1 bíl áður og eru m.a. að prófa Pirelli dekk fyrir næsta ár, fyrir liðin sem þeir fá tækfiæri með. Formúlu 1 lið eru þegar farinn að huga að bílum næst árs og æfingarnar í Abú Dabí koma að notum á ýmsan hátt vegna þess. „Þetta var annar góður dagur. Ég náði að aka fjölmarga kílómetra og lauk því sem við áætluðum að prófa og gat bætt tíma minn frá því í gær. Þetta var mikilvæg vinna fyrir liðið, af því við höfum safnað saman upplýsingum sem verða mikilvægar fyrir þróun á 2012 bílnum," sagði Bianchi eftir æfinguna. Kevin Ceccon, 18 ára Ítali prófaði Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í dag með Torro Rosso. „Þetta var ótrúleg reynsla, að keyra Formúlu 1 bíl og að vinna með þessu liði. Ég er þakklátur Torro Rosso fyrir þetta frábæra tækifæri. Við náðum að ljúka mikilli vinnu í dag og að prófa hluti fyrir bílinn auk Pirelli dekkjanna fyrir næsta ár og bárum þau saman við dekk þess árs," sagði Cecoon. „Mér finnst ég hafa lært meira í dag í prófun á Formúlu 1 bíl, en á mörgum dögum í öðrum mótaröðum sem ég hef keppt í. Þetta var því lærdómsríkt og ég vonast til að taka framförum á morgun og geta hjálpað liðinu fyrir komandi tímabil," sagði Ceccon. Tímarnir í dag 1. Jean-Eric Vergne Red Bull 1:40.188 43 2. Jules Bianchi Ferrari 1:40.279 91 3. Gary Paffett McLaren 1:41.756 71 4. Valtteri Bottas Williams 1:42.367 88 5. Johnny Cecotto Force India 1:42.873 84 6. Esteban Gutierrez Sauber 1:43.637 96 7. Sam Bird Mercedes 1:43.734 94 8. Kevin Korjus Lotus Renault 1:43.776 70 9. Luiz Razia Team Lotus 1:43.944 89 10. Kevin Ceccon Toro Rosso 1:44.808 97 11. Jan Charouz HRT 1:46.644 56 12. Charles Pic Virgin 1:46.698 61 13. Nathanael Berthon Virgin 1:48.646 9
Formúla Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira