Viðskipti erlent

Upprunalegi iPod Nano innkallaður

Steve Jobs kynnti iPod Nano árið 2005.
Steve Jobs kynnti iPod Nano árið 2005. mynd/APPLE
Tölvurisinn Apple hefur innkallað upprunalega útgáfu iPod Nano. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að eldhætta stafi af rafhlöðu spilarans.

iPod Nano kom á markað árið 2005 og er innköllunin því heldur sérstök. Verkfræðingar Apple hafa komist að því að eldhættan eykst með tímanum og að fyrstu týpur spilarans séu því í sérstakri hættu.

Ekki er vitað af hverju innköllunin á sér stað nú því ekki er vitað um tilfelli þar sem spilarinn hefur valdið skaða. Hins vegar hafa sögusagnir verið á kreiki um mikla ofhitnun rafhlöðunnar.

Eigendur iPod Nano munu fá nýjustu týpu spilarans í staðinn fyrir þann gamla - sér að kostnaðarlausu.

Upprunalegi spilarinn er nú sex ára gamall. Það er því spurning hvort að eigendur iPod Nano geti grafið spilarann upp úr draslskúffum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×