Breska ríkið hefur ákveðið að selja breska bankann Northern Rock fyrir 1,17 milljarða punda, jafnvirði um 200 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Wall Street Journal. Kaupandi bankans er Virgin Money.
Breska ríkið þjóðnýtti bankann í aðdraganda hamfaranna haustið 2008, en hann var eitt fyrsta fórnarlamb hrunsins á fjármálamörkuðum á því ári.
Breska ríkið selur Northern Rock
