Höness búinn að missa þolinmæðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 14:00 Nordic Photos / Getty Images Uli Höness, forseti Bayern München, er búinn að fá sig fullsaddann af þeim hópi stuðningsmanna liðsins sem gagnrýna markvörðinn Manuel Neuer við hvert tækifæri. Ákveðinn harðkjarnahópur stuðningsmanna liðsins var afar óánægður með að fá Neuer til liðs við félagið. Skiptir engu þótt hann sé einn besti markvörður heims og hefur staðið sig gríðarlega vel með Bayern síðan félagaskiptin gengu í gegn í sumar. Neuer er uppalinn leikmaður Schalke og var sjálfur oft að blanda geði við eldheita stuðiningsmenn liðsins, á meðan hann lék með félaginu. „Ég hef hugsað um þetta í nokkurn tíma," sagði Höness en hann fékk nóg eftir að púuað var á Neuer á ársfundi Bayern München í vikunni. Bayern tilkynnti þá að félagið hafi hagnast um 1,3 milljónir evra á síðasta rekstrarári. „Á ég bara að halda kjafti? Nei, ég get það ekki. Þeim sem finnst að það hafi verið rangt af að fá besta markvörð heims til Bayern München ættu bara að halda sér heima. Hann er ekki bara með góðar hendur heldur líka öflugan heila. Það hafa verið margir leikmenn hér í gegnum tíðina sem eru ekki jafn hæfileikaríkir og hann." Ársfundurinn var að öðru leyti jákvæður en þá var einnig tilkynnt að Christian Nerlinger verði áfram yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, til ársins 2014. Fjármálastjórinn Karl Hopfner var einnig ánægður. „Okkur tókst ekki að vinna neina titla á síðasta tímabili og svo er ríkjandi fjármálakrísa í heiminum. En okkur tókst samt sem áður að skila hagnaði, enn einu sinni." Neuer og félagar verða í eldlínunni í dag þegar að Bayern mætir Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður lýst beint á Vísi. Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Uli Höness, forseti Bayern München, er búinn að fá sig fullsaddann af þeim hópi stuðningsmanna liðsins sem gagnrýna markvörðinn Manuel Neuer við hvert tækifæri. Ákveðinn harðkjarnahópur stuðningsmanna liðsins var afar óánægður með að fá Neuer til liðs við félagið. Skiptir engu þótt hann sé einn besti markvörður heims og hefur staðið sig gríðarlega vel með Bayern síðan félagaskiptin gengu í gegn í sumar. Neuer er uppalinn leikmaður Schalke og var sjálfur oft að blanda geði við eldheita stuðiningsmenn liðsins, á meðan hann lék með félaginu. „Ég hef hugsað um þetta í nokkurn tíma," sagði Höness en hann fékk nóg eftir að púuað var á Neuer á ársfundi Bayern München í vikunni. Bayern tilkynnti þá að félagið hafi hagnast um 1,3 milljónir evra á síðasta rekstrarári. „Á ég bara að halda kjafti? Nei, ég get það ekki. Þeim sem finnst að það hafi verið rangt af að fá besta markvörð heims til Bayern München ættu bara að halda sér heima. Hann er ekki bara með góðar hendur heldur líka öflugan heila. Það hafa verið margir leikmenn hér í gegnum tíðina sem eru ekki jafn hæfileikaríkir og hann." Ársfundurinn var að öðru leyti jákvæður en þá var einnig tilkynnt að Christian Nerlinger verði áfram yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, til ársins 2014. Fjármálastjórinn Karl Hopfner var einnig ánægður. „Okkur tókst ekki að vinna neina titla á síðasta tímabili og svo er ríkjandi fjármálakrísa í heiminum. En okkur tókst samt sem áður að skila hagnaði, enn einu sinni." Neuer og félagar verða í eldlínunni í dag þegar að Bayern mætir Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður lýst beint á Vísi.
Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira