Fótbolti

Leikmenn Milan spila fyrir Cassano í kvöld

Félagar Cassano hugsa til hans í kvöld.
Félagar Cassano hugsa til hans í kvöld.
Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, segir að liðið muni spila fyrir framherjann Antonio Cassano í kvöld en þá mætir Milan liði BATE Borisov í Meistaradeildinni. Cassano hefur verið á spítala síðustu tvo daga en hann fékk vægt hjartaáfall.

"Það líður öllum í liðinu illa yfir þessu. Heilsan skiptir öllu máli og við erum að hugsa til hans. Þess vegna munum við spila fyrir hann," sagði Allegri.

Cassano veiktist á sunnudag. Þá átti hann í vandræðum með hreyfa sig og tala. Þegar farið var með hann á spítala kom í ljós að hann hefði fengið hjartaáfall.

"Hann var í fínu formi og vonandi snýr hann til baka fyrr en síðar. Þetta kom öllum í opna skjöldu og hefur ekkert með fótbolta að gera. Við höfum trú á því að hann muni ná fullri heilsu."

Cassano spilar líklega ekki meira á þessu ári fyrir Milan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×