Barcelona og AC Milan komin áfram - öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 19:15 Lionel Messi fagnar í kvöld. Mynd/AFP Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið. Lionel Messi skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð fyrir Barcelona og það fyrsta var hans 200. fyrir félagið. Messi fiskaði víti og Marian Cisovsky útaf með rautt spjald á 24. mínútu. Messi skoraði síðan sjálfur úr vítinu og staða Tékkanna var orðin slæm enda nógu erfitt að spila með fullt lið á móti Börsungum. Messi kom Barcelona síðan í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegt samspil við Adriano. Cesc Fabregas skoraði þriðja markið á 72. mínútu og Messi innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu á móti BATE Borisov í Hvíta Rússlandi en Svíinn fékk þá sendingu frá Robinho. Renan jafnaði metin á 55. mínútu og þannig endaði leikurinn. Barcelona er með 10 stig en AC Milan er með átta stig eða sex stigum fleiri en BATE. AC Milan er hinsvegar með betri innbyrðsstöðu en BATE og verður því aldrei neðar en hvít-rússneska liðið. Ensku liðin Arsenal og Chelsea náðu aðeins jafnteflum út úr sínum leikjum en sigur á heimavelli á móti Marseille hafði skilað lærisveinum Arsene Wenger í sextán liða úrslitin. Arsenal er með eins stigs forskot á Marseille í F-riðli en Borussia Dortmund á enn möguleika eftir 1-0 heimasigur á Olympiacos. Spennan jókst í E-riðlinum þökk sé 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli á móti belgíska liðinu Genk og 3-1 sigri á Valencia á heimavelli á móti Bayer Leverkusen. Chelsea er með 8 stig eða tveimur stigum meira en Leverkusen. Valencia er nú aðeins þremur stigum á eftir enska liðinu eftir þennan góða sigur. Brasilíumaðurinn Jonas kom Valencia í 1-0 eftir aðeins 10,6 sekúndur eftir hrein gjöf frá varnarmönnum þýska liðsins. Hann var aðeins þremur hundraðshlutum frá því að bæta met Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir Bayern Müncghen á móti Real Madrid árið 2007. Michael Ballack spilaði leikinn nefbrotinn og með grímu. Hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Stefan Kiessling á 31. mínútu en Kiessling skallaði þá inn fyrirgjöf Ballack. Valencia tryggði sér hinsvegar fyrsta sigur sinn í riðlinum með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25. mínútu eftir laglegt þríhyrningsspil við Fernando Torres. Chelsea gat bætt við mörkum á næstu mínútum ekki síst á 39. mínútu leiksins þegar David Luiz lét ungverska markvörðinn Laszlo Koteles verja frá sér víti sem var dæmt fyrir hendi. Það var hinsvegar Genk sem skoraði næsta mark og tryggði sér 1-1 jafntefli. Zenit St Pétursborg og APOEL Nicosia eru í tveimur efstu sætum G-riðils eftir eins marks sigra á heimavelli. Porto tapaði á Kýpur og er nú í 3.sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Zenit og fjórum stigum á eftir toppliði APOEL.Öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillValencia-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1 Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)Genk-Chelsea 1-1 0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.),F-riðillArsenal-Marseille 0-0Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0 1-0 Kevin Großkreutz (7.)G-riðillZenit-Shakhtar Donetsk 1-0 1-0 Nicolas Lombaerts (45.)Apoel Nicosia-Porto 2-1 1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1 Gustavo Manduca (90.)H-riðillFC Bate Borisov-AC Milan 1-1 0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)Viktoria Plzen-Barcelona 0-4 0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi. (45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið. Lionel Messi skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð fyrir Barcelona og það fyrsta var hans 200. fyrir félagið. Messi fiskaði víti og Marian Cisovsky útaf með rautt spjald á 24. mínútu. Messi skoraði síðan sjálfur úr vítinu og staða Tékkanna var orðin slæm enda nógu erfitt að spila með fullt lið á móti Börsungum. Messi kom Barcelona síðan í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegt samspil við Adriano. Cesc Fabregas skoraði þriðja markið á 72. mínútu og Messi innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu á móti BATE Borisov í Hvíta Rússlandi en Svíinn fékk þá sendingu frá Robinho. Renan jafnaði metin á 55. mínútu og þannig endaði leikurinn. Barcelona er með 10 stig en AC Milan er með átta stig eða sex stigum fleiri en BATE. AC Milan er hinsvegar með betri innbyrðsstöðu en BATE og verður því aldrei neðar en hvít-rússneska liðið. Ensku liðin Arsenal og Chelsea náðu aðeins jafnteflum út úr sínum leikjum en sigur á heimavelli á móti Marseille hafði skilað lærisveinum Arsene Wenger í sextán liða úrslitin. Arsenal er með eins stigs forskot á Marseille í F-riðli en Borussia Dortmund á enn möguleika eftir 1-0 heimasigur á Olympiacos. Spennan jókst í E-riðlinum þökk sé 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli á móti belgíska liðinu Genk og 3-1 sigri á Valencia á heimavelli á móti Bayer Leverkusen. Chelsea er með 8 stig eða tveimur stigum meira en Leverkusen. Valencia er nú aðeins þremur stigum á eftir enska liðinu eftir þennan góða sigur. Brasilíumaðurinn Jonas kom Valencia í 1-0 eftir aðeins 10,6 sekúndur eftir hrein gjöf frá varnarmönnum þýska liðsins. Hann var aðeins þremur hundraðshlutum frá því að bæta met Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir Bayern Müncghen á móti Real Madrid árið 2007. Michael Ballack spilaði leikinn nefbrotinn og með grímu. Hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Stefan Kiessling á 31. mínútu en Kiessling skallaði þá inn fyrirgjöf Ballack. Valencia tryggði sér hinsvegar fyrsta sigur sinn í riðlinum með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25. mínútu eftir laglegt þríhyrningsspil við Fernando Torres. Chelsea gat bætt við mörkum á næstu mínútum ekki síst á 39. mínútu leiksins þegar David Luiz lét ungverska markvörðinn Laszlo Koteles verja frá sér víti sem var dæmt fyrir hendi. Það var hinsvegar Genk sem skoraði næsta mark og tryggði sér 1-1 jafntefli. Zenit St Pétursborg og APOEL Nicosia eru í tveimur efstu sætum G-riðils eftir eins marks sigra á heimavelli. Porto tapaði á Kýpur og er nú í 3.sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Zenit og fjórum stigum á eftir toppliði APOEL.Öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillValencia-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1 Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)Genk-Chelsea 1-1 0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.),F-riðillArsenal-Marseille 0-0Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0 1-0 Kevin Großkreutz (7.)G-riðillZenit-Shakhtar Donetsk 1-0 1-0 Nicolas Lombaerts (45.)Apoel Nicosia-Porto 2-1 1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1 Gustavo Manduca (90.)H-riðillFC Bate Borisov-AC Milan 1-1 0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)Viktoria Plzen-Barcelona 0-4 0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi. (45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira