Viðskipti erlent

Dýrasti iPad veraldar

Hughes hefur þegar selt eitt eintak af sérhönnuðum iPad.
Hughes hefur þegar selt eitt eintak af sérhönnuðum iPad.
Gullsmiðurinn Stuart Hughes hefur að öllum líkindum framleitt dýrasta iPad í heimi. Spjaldtölva Hughes er þakin 12.5 karata demöntum og Apple merki tölvunnar er samansett úr 53 gimsteinum. Öll bakhlið tölvunnar er mynduð úr 24 karata gulli og er tvö kíló að þyngd.

En dýrasti hluti spjaldtölvunnar er framhliðin en hún er gerð úr elsta grjóti jarðar sem nefnist Ammolite. Talið er að grjótið sé rúmlega 75 milljóna ára gamalt.

Hughes ákvað síðan að skreyta framhliðina með beinum úr T-Rex risaeðlunni sem eru 65 milljóna ára gömul.

Ræsihnappur tölvunnar er 8.5 karata demantur umkringdur 12 gimsteinum.

Talið er að sérhannaður iPad gullsmiðsins kosti 5 milljón pund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×