Fótbolti

Sigurganga Manchester City hélt áfram - upp í annað sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar liðið vann öruggan 3-0 útisigur á spænska liðinu Villarreal í Meistaradeildinni. City-liðið hefur nú unnið sex leiki í röð í öllum keppnum þar af tvo síðustu leiki sína í Meistaradeildinni. Yaya Touré, sem hafði ekki skorað síðan í bikarúrslitaleiknum á móti í Stoke í vor,  skoraði tvö mörk fyrir City-liðið í kvöld.

Manchester City hefur þar með unnið alla sex leiki sína síðan að stjórinn Roberto Mancini gaf það út eftir tapleik í München að Carlos Tevez hafi neitað að fara inn á völlinni.

Manchester City nýtti sér tap Napoli fyrir Bayern München og komst upp í annað sæti riðilsins. City er nú með 7 stig, þremur minna en Bayern sem er komið áfram, og tveimur stigum meira en Napoli sem er í þriðja sætinu.

Yaya Touré kom Manchester City í 1-0 á 30. mínútu eftir að hafa fengið boltann frá David Silva í kjölfarið á klaufalegum mistökum Spánverjanna. Þetta var fyrsta færi City-liðsins í leiknum.

Mario Balotelli bætti við öðru marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur.

Yaya Touré skoraði síðan þriðja markið á 71. mínútu eftir laglega sókn og sendingu frá Mario Balotelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×