Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 74-73 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2011 18:15 KR-ingar sneru vondri stöðu sér í hag með öflugum fjórða leikhluta gegn Keflavík í DHL-höllinni í kvöld og unnu að lokum góðan sigur, 74-73. KR var þó næstum búið að kasta frá sér leiknum með klúðurslegum tilburðum á lokasekúndum leiksins. David Tairu ætlaði að biðja um leikhlé í opnu spili þegar fimmtán sekúndur voru eftir sem er ekki leyfilegt. Keflavík var þá einu stigi undir, fékk boltann og tvö tækifæri til að setja boltann niður. Steven Gerard Dagustino náði síðasta sóknarfrákastinu en var ýtt út í horn og leiktíminn rann út. KR fagnaði sterkum en naumum sigri. Eftir slakan en jafnan fyrri hálfleik komust gestirnir úr Keflavík á flottan skrið í þriðja leikhluta og virtust ætla að tryggja sér öflugan útisigur á Íslands- og bikarmeisturum KR. En þá vöknuðu þeir svarthvítu skyndilega til lífsins, héldu Keflvíkingum í aðeins sex stigum með grimmum varnarleik og keyrðu sóknina áfram með þeim Tairu og Hreggviði Magnússyni í fararbroddi. Magnús Páll Gunnarsson snögghitnaði í þriðja leikhluta en kólnaði svo jafn skjótt niður aftur. Kanarnir voru þar að auki ekki að skila miklu í sókninni þegar á heildina er litið. KR-ingar unnu í kvöld algjöran karakterssigur eins og stundum er sagt - stigu upp á réttum tíma og gerðu það sem þurfti. Leikurinn fór rólega af stað en vörn KR-inga var þó ansi þétt og tók það gestina nokkrar mínútur að koma sér af stað. KR komst sjö stigum yfir þrátt fyrir að David Tairu hafi brennt af þremur vítaköstum í röð. En varamaðurinn Sigurður Friðrik Gunnarsson kom inn á í liði Keflavíkur og kveikti í sínum mönnum með sjö stigum í röð og einu frákasti. Keflavík komst yfir en hinn ungi Martin Hermannsson sá til þess að KR hafði eins stigs forystu, 19-18, að loknum fyrsta leikhluta með þristi í blálokin. Það sem einkenndi fyrsta hálfleikinn fyrst og fremst var léleg skotnýting og þá helst fyrir utan þriggja stiga línuna. Aðeins fjögur skot af 28 fóru niður hjá liðunum tveimur, þar af eitt af fimmtán hjá Keflavík. Þrátt fyrir það náðu Keflvíkingar að halda forystunni en staðan var 35-34 eftir fyrri hálfleikinn. Bæði lið voru að spila ágæta vörn en Keflvíkingar fengu meira úr því að keyra inn að körfunni og sækja sér stigin þannig. Breiddin var þó heldur lítil hjá gestunum en aðeins fimm leikmenn komust á blað í fyrri hálfleiknum. Magnús Gunnarsson er þó ekki þekktur fyrir að hætta þó á móti blási og byrjaði seinni hálfleikinn að setja niður þrist. Alls urðu þeir þrír hjá honum í þriðja leikhluta, Keflvíkingar gengu á lagið, skoruðu alls 27 stig og voru með ellefu stiga forystu þegar lokaleikhlutinn hófst, 53-62. Heimamenn ætluðu þó greinilega ekki að láta grípa sig í bólinu á heimavelli og spiluðu gríðarlega sterka vörn allan fjórða leikhlutann. Þeir skoruðu fyrstu þrettán stigin, komust yfir og héldu Keflavík í bara ellefu stigum. Keflvíkingar náðu þó að hleypa spennu í leikinn á lokamínútinni sem fyrr segir. Lukkan var þó ekki á þeirra bandi og KR vann nauman sigur.Hreggviður: Sigur sem einkennir meistaralið Hreggviður Magnússon sagði að David Tairu hafi litið út eins og eitt stórt spurningamerki í framan þegar hann bað um leikhlé í opnu spili í leik KR og Keflavíkur í kvöld. „Þetta er ekki eins og í Bandaríkjunum. Þá mega leikmenn kalla á leikhlé í opnu spili," sagði hann og hló. „Greyið David, hann var eitt stórt spurningamerki í framan. En sem betur reyndust þetta ekki dýrkeypt mistök fyrir okkur, þó svo að þau hafi verið fjölmörg í lokin og vorum við ljónheppnir að hafa sloppið með sigurinn." „Við gerðum það sem þurfti með 40 mínútum af ágætis varnarleik á köflum. Sóknarleikurinn og skotnýtingin var ekki góð og höfum við lent í því núna í nokkrum leikjum í röð að setja ekki þriggja stiga skotin niður. Það þarf að vera meira sjálfstraust í skotunum og er það eitthvað sem kemur eftir því sem líður á tímabilinu." „Ég er ótrúlega sáttur að hafa náð tveimur stigum gegn góðu liði Keflavíkur. Sérstaklega er gott að skila sigri þrátt fyrir að spila ekki upp á tíu og er það eitthvað sem einkennir meistaralið."Sigurður: Langt þar til við spilum svona illa aftur Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld og sagði hana einfaldlega laka. „Það var eiginlega óskiljanlegt að boltinn hafi ekki farið ofan í hér í restina en mér fannst við bara lélegir heilt yfir í kvöld. Sérstaklega vorum við lélegir í sókninni en það segir samt ýmislegt um leikinn að við áttum samt að vinna hann," sagði Sigurður. „Við komum sóknarleiknum aðeins í gang í þriðja leikhluta, fengum betri skot og stóri maðurinn okkar [Jarryd Cole] var að setja eina og eina körfu niður. En hann var heilt yfir úr takti í dag og því fengum við erfið skot og þurftum að hafa of mikið fyrir þessu." „Varnarleikurinn var þó ágætir og getum við verið sáttir við hann. En yfir höfuð vil ég fá betri frammistöðu frá leikmönnunum öllum, ekki bara könunum." „Við eigum helling inni. Það verður langt þangað til að við spilum svona illa aftur. Mér fannst mínir menn allt of linir þegar mest á reyndi í kvöld og var það sorglegt."Hrafn: Keyrðum upp hraðann í fjórða leikhluta „Þetta var tæpt eins og við mátti búast. Við vorum að leyfa þeim að hægja á okkur með því að láta okkur stilla upp á móti svæðisvörninni þeirra í hverri einustu sókn. Það kann ekki góðri lukku að stýra enda eru þeir góðir í 2-3 svæðisvörn," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, um fyrstu þrjá leikhluta leiksins. „En svo í fjórða leikhluta náðum við að sprengja leikinn upp með hröðum sóknum og þá fannst mér þetta líta almennilega út. Við vorum bara að spila betri vörn á þessum tíma og með ákveðnari hlaup. Stundum er það sem þarf til að venja sig á þessa hluti og erum við að reyna að gera það á hverri einustu æfingu." Hann segir að það hafi í raun verið hans sök að hann hafi ekki rætt við Tairu um hvaða reglur gilda um leikhlé hér á landi. „Við vorum klaufar þar," sagði hann en hrósaði þó Tairu fyrir góða frammistöðu í fjórða leikhluta. „Hann byrjar oft frekar illa og er að taka margar rangar ákvarðanir í upphafi leikja. Ég þarf aðeins að leiðbeina honum svo hann nái að nýta hæfileika sína betur þá. En leik eftir leik er hann sá leikmaður sem á langmestu orkuna inni fyrir lokasprettinn og hefur hann reynst úrslitaleikmaður fyrir okkur þegar við þurfum mest á að halda. Það er gott að búa að því." Hann segðist þó ekki vera ósáttur við sína menn fyrir að skora aðeins 74 stig á heimavelli í kvöld. „Þetta er allt í lagi, svo lengi sem að hinir skora 73 stig eða minna."KR - Keflavík 74-73 (19-18, 34-35, 53-62, 74-73)Stig KR: David Tairu 21, Hreggviður Magnússon 12, Finnur Atli Magnússon 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Edward Horton 8, Jón Orri Kristjánsson 6, Martin Hermannsson 5, Ólafur Ægisson 3.Stig Keflavíkur: Magnús Páll Gunnarsson 20, Charles Parker 15, Jarryd Cole 13, Steven Gerard Dagustino 9, Sigurður F. Gunnarsson 7, Almar Guðbrandsson 6, Valur Orri Valsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
KR-ingar sneru vondri stöðu sér í hag með öflugum fjórða leikhluta gegn Keflavík í DHL-höllinni í kvöld og unnu að lokum góðan sigur, 74-73. KR var þó næstum búið að kasta frá sér leiknum með klúðurslegum tilburðum á lokasekúndum leiksins. David Tairu ætlaði að biðja um leikhlé í opnu spili þegar fimmtán sekúndur voru eftir sem er ekki leyfilegt. Keflavík var þá einu stigi undir, fékk boltann og tvö tækifæri til að setja boltann niður. Steven Gerard Dagustino náði síðasta sóknarfrákastinu en var ýtt út í horn og leiktíminn rann út. KR fagnaði sterkum en naumum sigri. Eftir slakan en jafnan fyrri hálfleik komust gestirnir úr Keflavík á flottan skrið í þriðja leikhluta og virtust ætla að tryggja sér öflugan útisigur á Íslands- og bikarmeisturum KR. En þá vöknuðu þeir svarthvítu skyndilega til lífsins, héldu Keflvíkingum í aðeins sex stigum með grimmum varnarleik og keyrðu sóknina áfram með þeim Tairu og Hreggviði Magnússyni í fararbroddi. Magnús Páll Gunnarsson snögghitnaði í þriðja leikhluta en kólnaði svo jafn skjótt niður aftur. Kanarnir voru þar að auki ekki að skila miklu í sókninni þegar á heildina er litið. KR-ingar unnu í kvöld algjöran karakterssigur eins og stundum er sagt - stigu upp á réttum tíma og gerðu það sem þurfti. Leikurinn fór rólega af stað en vörn KR-inga var þó ansi þétt og tók það gestina nokkrar mínútur að koma sér af stað. KR komst sjö stigum yfir þrátt fyrir að David Tairu hafi brennt af þremur vítaköstum í röð. En varamaðurinn Sigurður Friðrik Gunnarsson kom inn á í liði Keflavíkur og kveikti í sínum mönnum með sjö stigum í röð og einu frákasti. Keflavík komst yfir en hinn ungi Martin Hermannsson sá til þess að KR hafði eins stigs forystu, 19-18, að loknum fyrsta leikhluta með þristi í blálokin. Það sem einkenndi fyrsta hálfleikinn fyrst og fremst var léleg skotnýting og þá helst fyrir utan þriggja stiga línuna. Aðeins fjögur skot af 28 fóru niður hjá liðunum tveimur, þar af eitt af fimmtán hjá Keflavík. Þrátt fyrir það náðu Keflvíkingar að halda forystunni en staðan var 35-34 eftir fyrri hálfleikinn. Bæði lið voru að spila ágæta vörn en Keflvíkingar fengu meira úr því að keyra inn að körfunni og sækja sér stigin þannig. Breiddin var þó heldur lítil hjá gestunum en aðeins fimm leikmenn komust á blað í fyrri hálfleiknum. Magnús Gunnarsson er þó ekki þekktur fyrir að hætta þó á móti blási og byrjaði seinni hálfleikinn að setja niður þrist. Alls urðu þeir þrír hjá honum í þriðja leikhluta, Keflvíkingar gengu á lagið, skoruðu alls 27 stig og voru með ellefu stiga forystu þegar lokaleikhlutinn hófst, 53-62. Heimamenn ætluðu þó greinilega ekki að láta grípa sig í bólinu á heimavelli og spiluðu gríðarlega sterka vörn allan fjórða leikhlutann. Þeir skoruðu fyrstu þrettán stigin, komust yfir og héldu Keflavík í bara ellefu stigum. Keflvíkingar náðu þó að hleypa spennu í leikinn á lokamínútinni sem fyrr segir. Lukkan var þó ekki á þeirra bandi og KR vann nauman sigur.Hreggviður: Sigur sem einkennir meistaralið Hreggviður Magnússon sagði að David Tairu hafi litið út eins og eitt stórt spurningamerki í framan þegar hann bað um leikhlé í opnu spili í leik KR og Keflavíkur í kvöld. „Þetta er ekki eins og í Bandaríkjunum. Þá mega leikmenn kalla á leikhlé í opnu spili," sagði hann og hló. „Greyið David, hann var eitt stórt spurningamerki í framan. En sem betur reyndust þetta ekki dýrkeypt mistök fyrir okkur, þó svo að þau hafi verið fjölmörg í lokin og vorum við ljónheppnir að hafa sloppið með sigurinn." „Við gerðum það sem þurfti með 40 mínútum af ágætis varnarleik á köflum. Sóknarleikurinn og skotnýtingin var ekki góð og höfum við lent í því núna í nokkrum leikjum í röð að setja ekki þriggja stiga skotin niður. Það þarf að vera meira sjálfstraust í skotunum og er það eitthvað sem kemur eftir því sem líður á tímabilinu." „Ég er ótrúlega sáttur að hafa náð tveimur stigum gegn góðu liði Keflavíkur. Sérstaklega er gott að skila sigri þrátt fyrir að spila ekki upp á tíu og er það eitthvað sem einkennir meistaralið."Sigurður: Langt þar til við spilum svona illa aftur Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld og sagði hana einfaldlega laka. „Það var eiginlega óskiljanlegt að boltinn hafi ekki farið ofan í hér í restina en mér fannst við bara lélegir heilt yfir í kvöld. Sérstaklega vorum við lélegir í sókninni en það segir samt ýmislegt um leikinn að við áttum samt að vinna hann," sagði Sigurður. „Við komum sóknarleiknum aðeins í gang í þriðja leikhluta, fengum betri skot og stóri maðurinn okkar [Jarryd Cole] var að setja eina og eina körfu niður. En hann var heilt yfir úr takti í dag og því fengum við erfið skot og þurftum að hafa of mikið fyrir þessu." „Varnarleikurinn var þó ágætir og getum við verið sáttir við hann. En yfir höfuð vil ég fá betri frammistöðu frá leikmönnunum öllum, ekki bara könunum." „Við eigum helling inni. Það verður langt þangað til að við spilum svona illa aftur. Mér fannst mínir menn allt of linir þegar mest á reyndi í kvöld og var það sorglegt."Hrafn: Keyrðum upp hraðann í fjórða leikhluta „Þetta var tæpt eins og við mátti búast. Við vorum að leyfa þeim að hægja á okkur með því að láta okkur stilla upp á móti svæðisvörninni þeirra í hverri einustu sókn. Það kann ekki góðri lukku að stýra enda eru þeir góðir í 2-3 svæðisvörn," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, um fyrstu þrjá leikhluta leiksins. „En svo í fjórða leikhluta náðum við að sprengja leikinn upp með hröðum sóknum og þá fannst mér þetta líta almennilega út. Við vorum bara að spila betri vörn á þessum tíma og með ákveðnari hlaup. Stundum er það sem þarf til að venja sig á þessa hluti og erum við að reyna að gera það á hverri einustu æfingu." Hann segir að það hafi í raun verið hans sök að hann hafi ekki rætt við Tairu um hvaða reglur gilda um leikhlé hér á landi. „Við vorum klaufar þar," sagði hann en hrósaði þó Tairu fyrir góða frammistöðu í fjórða leikhluta. „Hann byrjar oft frekar illa og er að taka margar rangar ákvarðanir í upphafi leikja. Ég þarf aðeins að leiðbeina honum svo hann nái að nýta hæfileika sína betur þá. En leik eftir leik er hann sá leikmaður sem á langmestu orkuna inni fyrir lokasprettinn og hefur hann reynst úrslitaleikmaður fyrir okkur þegar við þurfum mest á að halda. Það er gott að búa að því." Hann segðist þó ekki vera ósáttur við sína menn fyrir að skora aðeins 74 stig á heimavelli í kvöld. „Þetta er allt í lagi, svo lengi sem að hinir skora 73 stig eða minna."KR - Keflavík 74-73 (19-18, 34-35, 53-62, 74-73)Stig KR: David Tairu 21, Hreggviður Magnússon 12, Finnur Atli Magnússon 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Edward Horton 8, Jón Orri Kristjánsson 6, Martin Hermannsson 5, Ólafur Ægisson 3.Stig Keflavíkur: Magnús Páll Gunnarsson 20, Charles Parker 15, Jarryd Cole 13, Steven Gerard Dagustino 9, Sigurður F. Gunnarsson 7, Almar Guðbrandsson 6, Valur Orri Valsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum