Viðskipti erlent

Apple viðurkennir galla í iPhone 4S

Margir eru óánægðir með rafhlöðu snjallsímans.
Margir eru óánægðir með rafhlöðu snjallsímans. mynd/AFP
Talsmenn tölvurisans Apple hafa virðurkennt að galli sé í nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, iPhone 4S. Frá því að síminn fór í almenna sölu hafa notendur kvartað yfir stuttum líftíma rafhlöðunnar.

Í tilkynningu frá Apple kemur fram að vandamálið liggi í stýrikerfi snjallsímans, iOS 5. Nánar tiltekið eru það smáforrit stýrikerfisins sem ganga of harkalega á rafhlöðuforða símans. Aðallega eru þetta forrit sem notast við GPS tækni símans.

Í yfirlýsingunni kemur fram að Apple muni gefa út uppfærslu fyrir stýrkerfið á næstu vikum sem eigi að lagfæra vandamálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×