Viðskipti erlent

Vinsældir Internet Explorer dala

Internet Explorer 9 er nýjasta útgáfa vafrans.
Internet Explorer 9 er nýjasta útgáfa vafrans. mynd/AFP
Netvafri Microsoft, Internet Explorer, hefur verið sá vinsælasti í áraraðir. Núna, hins vegar, þarf þessi fyrrum konungur internetsins að sætta sig við helmings hlutdeild.

Samkvæmt vefsíðunni Netmarketshare hefur Internet Explorer 52% hlutdeild á meðan nýrri vafrar eins og Firefox og Google Chrome státa af tæpum 20% hvor.

Tölurnar eru þó aðrar þegar litið er til internetnotkunar á snjallsímum. Tæp 6% nota Explorer í farsímum sínum á meðan Safari, vafri Apple, er notaður af 62.17%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×