Argentínumaðurinn Lionel Messi er afar hrifinn af þýska félaginu Bayern Munchen og býst við því að félagið muni gera það gott í Meistaradeildinni.
Undir stjórn Jupp Heynckes hefur Bayern verið á mikilli uppleið en lítið gekk hjá liðinu á síðustu leiktíð.
"Bayern er með frábært lið. Hættulegt lið sem þarf að fylgjast með," sagði Messi í spjalli við Bild.
"Liðið er sterkara en í fyrra og leikmenn liðsins í frábæru formi. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á þeirra velli sem er plús fyrir þá."
Fótbolti