Fótbolti

Aron skoraði í Íslendingaslag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Jóhansson í leik með U-21 landsliði Íslands.
Aron Jóhansson í leik með U-21 landsliði Íslands. Mynd/Vilhelm
Aron Jóhannsson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni er lið hans, AGF, gerði 1-1 jafntefli við SönderjyskE á útivelli í kvöld.

Þetta var fyrsta úrvalsdeildarmark Arons sem hefur komið við sögu í öllum fimmtán leikjum liðsins til þessa á tímabilinu, þar af tíu sinnum sem byrjunarliðsmaður. Aron var tekinn af velli á 77. mínútu.

AGF hefur átt frábæru gengi að fagna að undanförnu og hefur ekki tapað í ellefu deildarleikjum í röð, eða síðan 6. ágúst.

Liðið var þó hársbreidd frá sigri í kvöld en Kenneth Fabricius skoraði jöfnunarmark SönderjyskE á fjórðu mínútu uppbótartímans. Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson voru báðir í byrjunarliði SönderjyskE í kvöld og léku allan leikinn.

AGF er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig eftir fimmtán leiki, tíu stigum á eftir toppliði FCK. SönderjyskE er í níunda sæti með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×