Viðskipti erlent

Hvað sagði Jobs við Zuckerberg?

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook segir að hann hafi oft leitað ráða hjá Steve Jobs stofnanda Apple áður en hann lést en þeir urðu ágætis félagar síðustu árin. Hann segist hafa spurt Jobs hvernig ætti að byggja upp gott starfslið og hvernig eigi að framleiða frábærar vörur. Hann neitar því hinsvegar að þeir hafi nokkurn tíma rætt um að Apple myndi kaupa Facebook. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Charlie Rose á PBS við Zuckerberg þar sem farið er yfir víðan völl. Þar kemur meðal annars fram að Facebook muni aldrei fara út í framleiðslu á tölvuleikjum.

Aðspurður hvernig honum lítist á Google+ segir Zuckerberg að það sé eins og lítil útgáfa af Facebook.

Þegar talið berst að Steve Jobs segir Zuckerberg: „Ég spurði hann fjölmargra spurninga um það hvernig maður kemur sér upp góðu liði." Hann segist bera mikla virðingu fyrir Apple sem sé fyrirtæki sem, eins og Facebook, hugsi fyrst og fremst um að breyta heiminum en ekki bara um peningahliðina. Þegar Rose spyr hann hvort einhverntíma hafi verið rætt um samruna segir Zuckerberg: „Nei. Það kom held ég aldrei til þess. Enda hefði ég ekki viljað selja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×