Vettel stoltur að vera fyrsti sigurvegarinn í Indlandi 30. október 2011 19:43 Vettel með verðlaunagripinn sem hann fékk á Buddh brautinni í Indlandi í dag. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. „Það var gott jafnvægi í bílnum og keppnin í dag var stórkostleg. Liðið á þakkir skildar og Renault, sem hefur unnið einstaka vinnu í ár", sagði Vettel, en Renault smíðar vélarnar í keppnisbíla Red Bull. Vettel kvaðst hafa blendnar tilfinningar eftir sigurinn, en tveir kappakstursökumenn í öðrum mótaröðum létust nýverið í keppni og var þeirra minnst með mínuútuþögn fyrir kappaksturinn í dag. Dan Wheldon lést í slysi í Las Vegas í Indy Car mótaröðinni fyrir hálfum mánuði og Marco Simoncelli lést í keppni í Malasíu í Moto GP mótorhjólakappakstri fyrir viku síðan. „Ég er mjög stoltur að vera fyrsti sigurvegari mótsins í Indlandi, en á hinn bóginn misstum við tvo félaga nýlega. Ég þekkti ekki Dan Wheldon, en hann var stórt nafn í akstursíþróttum. Ég kynntist Marco Simoncelli á þessu ári og hugur okkar er með fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Við erumn tilbúnir að taka ákveðnar áhættur, en biðjum þess augljóslega að ekkert gerist. Stundum fáum við áminningu og það er það síðasta sem við viljum sjá", sagði Vettel. Vettel kvaðst hrifinn af Indlandi og hlutirnir væru öðruvísi en í Evrópu, en hvetjandi. Hann sagði hægt að læra margt af fólkinu í Indlandi. „Ef maður hefur augun og eyru opinn, þá er hægt að læra margt af fólkinu hér. Þetta er stórt og fjölmennt land, en fólk nýtur lífsins, sem þetta snýst allt um. Í lok lífsins þá er það vinskapurinn, tilfinningar og hugurinn sem maður tekur með sér, frekar en hvað er mikið inn á bankareikningnum. Þó fólk hafi ekki mikið á milli handanna hér, þá er það ríkara á ýmsan hátt og við getum lært af því. Þetta er búið að vera frábær keppni, frábær viðburður og brautin er stórkostleg og bestu þakkir til fólksins í Indlandi", sagði Vettel. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. „Það var gott jafnvægi í bílnum og keppnin í dag var stórkostleg. Liðið á þakkir skildar og Renault, sem hefur unnið einstaka vinnu í ár", sagði Vettel, en Renault smíðar vélarnar í keppnisbíla Red Bull. Vettel kvaðst hafa blendnar tilfinningar eftir sigurinn, en tveir kappakstursökumenn í öðrum mótaröðum létust nýverið í keppni og var þeirra minnst með mínuútuþögn fyrir kappaksturinn í dag. Dan Wheldon lést í slysi í Las Vegas í Indy Car mótaröðinni fyrir hálfum mánuði og Marco Simoncelli lést í keppni í Malasíu í Moto GP mótorhjólakappakstri fyrir viku síðan. „Ég er mjög stoltur að vera fyrsti sigurvegari mótsins í Indlandi, en á hinn bóginn misstum við tvo félaga nýlega. Ég þekkti ekki Dan Wheldon, en hann var stórt nafn í akstursíþróttum. Ég kynntist Marco Simoncelli á þessu ári og hugur okkar er með fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Við erumn tilbúnir að taka ákveðnar áhættur, en biðjum þess augljóslega að ekkert gerist. Stundum fáum við áminningu og það er það síðasta sem við viljum sjá", sagði Vettel. Vettel kvaðst hrifinn af Indlandi og hlutirnir væru öðruvísi en í Evrópu, en hvetjandi. Hann sagði hægt að læra margt af fólkinu í Indlandi. „Ef maður hefur augun og eyru opinn, þá er hægt að læra margt af fólkinu hér. Þetta er stórt og fjölmennt land, en fólk nýtur lífsins, sem þetta snýst allt um. Í lok lífsins þá er það vinskapurinn, tilfinningar og hugurinn sem maður tekur með sér, frekar en hvað er mikið inn á bankareikningnum. Þó fólk hafi ekki mikið á milli handanna hér, þá er það ríkara á ýmsan hátt og við getum lært af því. Þetta er búið að vera frábær keppni, frábær viðburður og brautin er stórkostleg og bestu þakkir til fólksins í Indlandi", sagði Vettel.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira