Viðskipti erlent

Vandamál með rafhlöðu iPhone 4S

Margir eru óánægðir með rafhlöðu nýjasta snjallsíma Apple.
Margir eru óánægðir með rafhlöðu nýjasta snjallsíma Apple. mynd/AFP
Þrátt fyrir að nýjasti snjallsími Apple sé afar vinsæll, bæði hjá gagnrýnendum og kaupendum, þá hafa margir lýst yfir vonbrigðum sínum með rafhlöðu símans.

Erick Schonfield, ritstjóri vefsíðunni TechCrunch, bendir á að líftími rafhlöðunnar sé afar lítill eða um átta klukkutímar. Hann biðlar til að Apple um að laga þetta og hafa verkfræðingar hjá tölvurisanum nú þegar hafið rannsókn á málinu.

Schonfield bendir á að þegar síðasta týpa snjallsímans kom út þá hafi verið mikið vandamál með loftnet símans. Hann telur að rafhlöðuvandamál iPhone 4S sé svipað vandamál og að nauðsynlegt sé fyrir Apple að takast á við vandamálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×