Viðskipti erlent

Fyrstu tilboðin í Iceland 1,3 til 1,5 milljarðar punda

Fyrstu tilboðin í Iceland Foods verslunarkeðjuna hljóða upp á 1,3 til 1,5 milljarða punda eða allt að 273 milljarða króna.

Í umfjöllun Financial Times um málið kemur fram að fjórir stórir fjárfestingarsjóðir hafi lagt fram tilboði í fyrstu umferð í gærdag. Þetta eru TGP, Bain, Blackstone og BC Partners. Þar að auki var áhugi hjá verslunarkeðjunum Vm Morrison og Asda eins og vænst hafði verið.

Financial Times segir að salan á Iceland fari sterkt af stað miðað við upphæðirnar í fyrstu tilboðunum. Reiknað er með að fleiri fjárfestingarsjóðir en að framan greinir muni leggja fram tilboð í Iceland á síðari stigum sölunnar á verslunarkeðjunni.

Malcolm Walker forstjóri Iceland lagði ekki fram tilboð í fyrstu umferð eins en við því var búist. Hann hefur samning um að geta jafnað og gengið inn í hæsta tilboðið í Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×