Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 87-73 Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2011 20:45 Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-73, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir. Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta en heimamenn voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það gekk erfilega fyrir bæði lið að koma boltanum ofan í körfuna og leikmennirnir greinilega nokkuð kaldir í byrjun. Staðan var 21 – 17 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Grindvíkingar juku við forskot sitt í öðrum leikhlutanum og fór Giordan Watson mikinn fyrir heimamenn, en hann stjórnaði leik sinna manna eins og hershöfðingi. Þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik lenti James Bartolotta í virkilega hörðu samstuði við J´Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, og steinrotaðist. Leikurinn tafðist örlítið þar sem gera þurfti að sárum Bartolotta. Staðan var 42-31 fyrir Grindavík í hálfleik og James Bartolotta var farinn af svæðinu með sjúkrabíl, en leikmaðurinn nefbrotnaði illa og líkur eru á því að hann hafi fengið heilahristing. Þriðji leikhlutinn fór rólega af stað og ÍR-ingarnir áttu erfitt með að skipuleggja sóknarleik sinn án leikstjórnandans. Saga leiksins hélt í raun áfram og liðin voru bæði í vandræðum sóknarlega. Staðan var 58-44 fyrir lokafjórðunginn og heimamenn í góðum málum. Heimamenn keyrðu yfir lánlausa ÍR-inga í fjórða leikhlutanum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Grindavík náði mest 28 stiga forystu í stöðunni 76-48 og ÍR-ingar voru í miklum vandræðum með heimamenn. Körfuboltinn var ekki sá fallegasti í Grindavík í kvöld, en sigur er sigur og Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram. Leiknum lauk með sigri heimamanna 87-73.Helgi Jónas: Erum með mikla breidd „Þetta var ágætur leikur hjá okkur í kvöld og við sýndum frábæran varnarleik," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn í kvöld. „Við erum með virkilega mikla breidd í ár og ef menn eru ekki að leggja sig fram í leikjum þá fara þeir bara beint útaf. Sóknarleikur okkar var nokkuð stirður og það hlutur sem við verðum að skoða". „Við erum að koma nýja leikmanninum meira inn í skipulagið hjá okkur, en hann hefur aðeins náð tveimur æfingum með liðinu og stendur sig með prýði," það er hægt að sjá allt viðtalið við Helga Jónas með því að smella hér fyrir ofan.Gunnar: Gekk ekkert upp sóknarlega „Þetta er frekar svekkjandi, en ég er samt ánægður með eitt og það er varnarleikur liðsins," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld.„Fyrri hálfleikurinn var svosem allt í lagi hjá okkur í kvöld, en ég verð samt að vera ánægður með framfarir okkar varnarlega, maður verður alltaf að taka eitthvað jákvætt úr öllum leikjum". „Við höfum verið að spila ágætan sóknarleik á tímabilinu en varnarleikurinn hefur verið skelfilegur. Í kvöld var það sóknarleikurinn sem felldi okkur". „Jimmy (Bartolotta) er einn mikilvægasti leikmaður liðsins og því var það gríðarlega erfitt að missa hann af velli, en hann verður án efa klár fyrir næsta leik". Það má sjá allt viðtalið við Gunnar með því að smella hér.Sigurður Þorsteins: Berjumst fyrir hverjum einasta bolta „Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem maður hefur séð, en við unnum og það skiptir máli," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn fyrstu þrjá leikhlutana og þeir réðu ekkert við okkur". „Við berjum alltaf fyrir hverjum einasta bolti, reynum að stoppa allar sóknir, en það er kannski ekki alltaf hægt," sagði Sigurður Gunnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.Grindavík - ÍR 87-73 (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14 / 4 fráköst, J'Nathan Bullock 13 / 9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/ 10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Giordan Watson 9/6 fráköst / 7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Páll Axel Vilbergsson 2.ÍR: Nemanja Sovic 17/ 11 fráköst, Hjalti Friðriksson 16 / 5 fráköst, Eiríkur Önundarson 14, Ellert Arnarson 3, Kristinn Jónasson 14/ 8 fráköst, Williard Johnson 5, Sveinbjörn Claessen 4/ 5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-73, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir. Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta en heimamenn voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það gekk erfilega fyrir bæði lið að koma boltanum ofan í körfuna og leikmennirnir greinilega nokkuð kaldir í byrjun. Staðan var 21 – 17 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Grindvíkingar juku við forskot sitt í öðrum leikhlutanum og fór Giordan Watson mikinn fyrir heimamenn, en hann stjórnaði leik sinna manna eins og hershöfðingi. Þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik lenti James Bartolotta í virkilega hörðu samstuði við J´Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, og steinrotaðist. Leikurinn tafðist örlítið þar sem gera þurfti að sárum Bartolotta. Staðan var 42-31 fyrir Grindavík í hálfleik og James Bartolotta var farinn af svæðinu með sjúkrabíl, en leikmaðurinn nefbrotnaði illa og líkur eru á því að hann hafi fengið heilahristing. Þriðji leikhlutinn fór rólega af stað og ÍR-ingarnir áttu erfitt með að skipuleggja sóknarleik sinn án leikstjórnandans. Saga leiksins hélt í raun áfram og liðin voru bæði í vandræðum sóknarlega. Staðan var 58-44 fyrir lokafjórðunginn og heimamenn í góðum málum. Heimamenn keyrðu yfir lánlausa ÍR-inga í fjórða leikhlutanum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Grindavík náði mest 28 stiga forystu í stöðunni 76-48 og ÍR-ingar voru í miklum vandræðum með heimamenn. Körfuboltinn var ekki sá fallegasti í Grindavík í kvöld, en sigur er sigur og Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram. Leiknum lauk með sigri heimamanna 87-73.Helgi Jónas: Erum með mikla breidd „Þetta var ágætur leikur hjá okkur í kvöld og við sýndum frábæran varnarleik," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn í kvöld. „Við erum með virkilega mikla breidd í ár og ef menn eru ekki að leggja sig fram í leikjum þá fara þeir bara beint útaf. Sóknarleikur okkar var nokkuð stirður og það hlutur sem við verðum að skoða". „Við erum að koma nýja leikmanninum meira inn í skipulagið hjá okkur, en hann hefur aðeins náð tveimur æfingum með liðinu og stendur sig með prýði," það er hægt að sjá allt viðtalið við Helga Jónas með því að smella hér fyrir ofan.Gunnar: Gekk ekkert upp sóknarlega „Þetta er frekar svekkjandi, en ég er samt ánægður með eitt og það er varnarleikur liðsins," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld.„Fyrri hálfleikurinn var svosem allt í lagi hjá okkur í kvöld, en ég verð samt að vera ánægður með framfarir okkar varnarlega, maður verður alltaf að taka eitthvað jákvætt úr öllum leikjum". „Við höfum verið að spila ágætan sóknarleik á tímabilinu en varnarleikurinn hefur verið skelfilegur. Í kvöld var það sóknarleikurinn sem felldi okkur". „Jimmy (Bartolotta) er einn mikilvægasti leikmaður liðsins og því var það gríðarlega erfitt að missa hann af velli, en hann verður án efa klár fyrir næsta leik". Það má sjá allt viðtalið við Gunnar með því að smella hér.Sigurður Þorsteins: Berjumst fyrir hverjum einasta bolta „Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem maður hefur séð, en við unnum og það skiptir máli," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn fyrstu þrjá leikhlutana og þeir réðu ekkert við okkur". „Við berjum alltaf fyrir hverjum einasta bolti, reynum að stoppa allar sóknir, en það er kannski ekki alltaf hægt," sagði Sigurður Gunnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.Grindavík - ÍR 87-73 (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14 / 4 fráköst, J'Nathan Bullock 13 / 9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/ 10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Giordan Watson 9/6 fráköst / 7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Páll Axel Vilbergsson 2.ÍR: Nemanja Sovic 17/ 11 fráköst, Hjalti Friðriksson 16 / 5 fráköst, Eiríkur Önundarson 14, Ellert Arnarson 3, Kristinn Jónasson 14/ 8 fráköst, Williard Johnson 5, Sveinbjörn Claessen 4/ 5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum