Viðskipti erlent

Osborn: Vandi Evrópu er vandi allra

George Osborn, fjármálaráðherra Bretlands.
George Osborn, fjármálaráðherra Bretlands.
Fjármálaráðherra Bretlands, George Osborn, segir að skuldavandi Evrópu sé ógn við öll hagkerfi, þar á meðal það breska, þó það tilheyri ekki evrusvæðinu.

Þjóðarleiðtogar, yfirmenn í seðlabönkum og fleiri sérfræðingar funda nú í Brussell til þess að freista þess að ná saman um hvernig megi minnka sem mest tjónið af skuldavanda Evrópuþjóða og veikburða fjármálastofnunum. Engar endanlegar niðurstöður hafa verið kynntar ennþá. Vonir standa til þess að aðgerðaáætlun verði kynnt fyrir opinun markaða á mánudag.

„Það þarf að grípa til aðgerða sem hafa raunveruleg áhrif, ekki aðeins hjálpa til við að komast í gegnum næstu vikur. Það komið nóg af því,“ sagði Osborn í samtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×