Staðan á mörkuðum gæti tafið sölu Iceland Foods 24. október 2011 09:37 Staðan sem upp er komin á fjármálamörkuðum víða um heim gæti haft þær afleiðingar að salan á verslunarkeðjunni Iceland Foods tefjist fram yfir áramótin. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun á Reuters um málið. Þar segir að fjármögnunarmarkaðir heimsins séu við frostmarkið vegna þeirrar óvissu sem ríkir um lausn skuldakreppunnar í Evrópu. Hið sama gildir raunar um millibankamarkaðinn en bankar, einkum í Evrópu, safna nú lausafé í gríð og erg til að mæta væntanlegum afskriftum sínum á lánum til Grikklands. „Óstarfhæfir fjármögnunarmarkaðir ógna nú nýjum fjárfestingum eins og 1,5 milljarða punda sölunni á Iceland,“ segir á Reuters en fyrstu kauptilboðin í Iceland voru opnuð í síðustu viku. Fram kemur að fjármagnsmarkaðurinn fyrir skuldsettar yfirtökur í Evrópu sé algerlega lokaður í augnablikinu. Bankar séu ekki viljugir til að lána meira fé í slíkar yfirtökur og fjárfestingarsjóðir séu ekki viljugir til að borga aukna vexti af slíkum lánum. Á Reuters segir að bankamenn telji að rekstur Iceland Foods geti staðið undir um 600 milljón punda skuldsetningu. Hinsvegar muni lán fyrir slíkri skuldsetningu ekki fást fyrr en staðan á fjármálamörkuðunum breytist til hins betra. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Staðan sem upp er komin á fjármálamörkuðum víða um heim gæti haft þær afleiðingar að salan á verslunarkeðjunni Iceland Foods tefjist fram yfir áramótin. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun á Reuters um málið. Þar segir að fjármögnunarmarkaðir heimsins séu við frostmarkið vegna þeirrar óvissu sem ríkir um lausn skuldakreppunnar í Evrópu. Hið sama gildir raunar um millibankamarkaðinn en bankar, einkum í Evrópu, safna nú lausafé í gríð og erg til að mæta væntanlegum afskriftum sínum á lánum til Grikklands. „Óstarfhæfir fjármögnunarmarkaðir ógna nú nýjum fjárfestingum eins og 1,5 milljarða punda sölunni á Iceland,“ segir á Reuters en fyrstu kauptilboðin í Iceland voru opnuð í síðustu viku. Fram kemur að fjármagnsmarkaðurinn fyrir skuldsettar yfirtökur í Evrópu sé algerlega lokaður í augnablikinu. Bankar séu ekki viljugir til að lána meira fé í slíkar yfirtökur og fjárfestingarsjóðir séu ekki viljugir til að borga aukna vexti af slíkum lánum. Á Reuters segir að bankamenn telji að rekstur Iceland Foods geti staðið undir um 600 milljón punda skuldsetningu. Hinsvegar muni lán fyrir slíkri skuldsetningu ekki fást fyrr en staðan á fjármálamörkuðunum breytist til hins betra.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent