Sögulegt tap Colts í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2011 13:30 Peyton Manning trúði vart eigin augum í gær. Nordic Photos / Getty Images Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Ekkert lið hefur skorað meira í einum og sama leiknum síðan að AFL og NFL-deildirnar voru sameinaðar árið 1970 en Saints í gær. Leikmenn Colts voru skelfilega mistækir allan leikinn og fyrir það refsaði New Orleans grimmilega. Colts hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu til þessa og saknar greinilega leikstjórandans Peyton Manning mikið. Manning hefur verið frá vegna meiðsla á hálsi allt tímabilið og var á meðal áhorfenda í gær. Með tapinu er ljóst að Colts mun ekki komast í tíu sigurleiki á þessari leiktíð og er það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist. En þar sem liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum er viðbúið að þetta verði eitt allra versta tímabil í sögu félagsins. Meðal annarra úrslita má nefna sigur Denver Broncos á Miami Dolphins, 18-15, í framlengdum leik þar sem að Tim Tebow, leikstjórnandi Broncos, fór á kostum í lok venjulegs lektíma. Hann bjó til tvö snertimörk á síðustu þremur mínútunum sem tryggði Denver framlengingu. Denver skoraði ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Matt Prater tryggði svo liðinu sigur í framlengingu með 52 jarda vallarmarki. Þá vann Chicago sigur á Tampa Bay, 24-18, í leik sem fór fram á Wembley-leikvanginum um helgina. Matt Forte hljóp 145 jarda í leiknum og skoraði eitt snertimark. Green Bay Packers vann svo sjöunda leikinn sinn í röð er liðið mætti Minnesota Vikings og vann sex stiga sigur, 33-27. NFL Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Sjá meira
Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Ekkert lið hefur skorað meira í einum og sama leiknum síðan að AFL og NFL-deildirnar voru sameinaðar árið 1970 en Saints í gær. Leikmenn Colts voru skelfilega mistækir allan leikinn og fyrir það refsaði New Orleans grimmilega. Colts hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu til þessa og saknar greinilega leikstjórandans Peyton Manning mikið. Manning hefur verið frá vegna meiðsla á hálsi allt tímabilið og var á meðal áhorfenda í gær. Með tapinu er ljóst að Colts mun ekki komast í tíu sigurleiki á þessari leiktíð og er það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist. En þar sem liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum er viðbúið að þetta verði eitt allra versta tímabil í sögu félagsins. Meðal annarra úrslita má nefna sigur Denver Broncos á Miami Dolphins, 18-15, í framlengdum leik þar sem að Tim Tebow, leikstjórnandi Broncos, fór á kostum í lok venjulegs lektíma. Hann bjó til tvö snertimörk á síðustu þremur mínútunum sem tryggði Denver framlengingu. Denver skoraði ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Matt Prater tryggði svo liðinu sigur í framlengingu með 52 jarda vallarmarki. Þá vann Chicago sigur á Tampa Bay, 24-18, í leik sem fór fram á Wembley-leikvanginum um helgina. Matt Forte hljóp 145 jarda í leiknum og skoraði eitt snertimark. Green Bay Packers vann svo sjöunda leikinn sinn í röð er liðið mætti Minnesota Vikings og vann sex stiga sigur, 33-27.
NFL Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Sjá meira