Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í dag. Nasdaq vísitalan hækkaði um 2,3% og Dow Jones vísitalan hækkaði um tæplega eitt prósent. Vélaframleiðandinn Caterpillar, sem eitt stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði, hækkaði mest allra en bréf í félaginu hækkuðu um tæplega 5% eftir að uppgjör félagsins fyrir þriðja ársfjórðung var birt.
Wall Street Journal segir góða afkomu Caterpillar og jákvæðar hagtölur frá Kína hafi einkum leitt til hækkunar í dag.
Ennþá er þó viðverandi óvissa um rekstrarumhverfi fyrirtækja vegna skuldakreppunnar í Evrópu og einnig vegna veikra innviða fjármálastofnanna í álfunni.
Hlutabréfavísitölur hækkuðu víðast hvar
