Viðskipti erlent

Stjórnandi hjá Goldman Sachs í gæsluvarðhald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rajat Gupta er sakaður um að hafa veitt innherjaupplýsingar.
Rajat Gupta er sakaður um að hafa veitt innherjaupplýsingar. mynd/ afp.
Fyrrverandi stjórnandi hjá Goldman Sachs hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald. Hann er sakaður um að hafa gefið vogunarsjóð innherjaupplýsingar. Maðurinn, sem heitir Rajat Gupta, er sakaður um að hafa veitt Raj Rajaratnam, stjórnanda vogunarsjóðsins, upplýsingarnar. BBC fréttastöðin segir að verjandi Gupta neiti fullyrðingum þess efnis að Gupta hafi gerst brotlegur við lög.  








Fleiri fréttir

Sjá meira


×