"Við misstum tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu" Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. október 2011 19:00 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kemur fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. „Umhverfið hefur ekki verið vinsamlegt. Erlendir fjárfestar fá skömm í hattinn og eru vændir um að hafa eitthvað misjafnt í huga, eins og þegar Alcoa féll frá því að reyna að reisa verksmiðju fyrir norðan, þá fengu þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki meint neitt með þessu þrátt fyrir að hafa eytt í á annan milljarð króna í undirbúning. Þá má nefna Magma-málið, málefni Kínverjans (Huang Nubo innsk.blm) og fleira," segir Orri. Orri segir að það sé göfugt markmið að viljia fá sem best verð fyrir orkuna, hins vegar sé eitt að selja orkuna á sem bestu verði og annað að selja hana bara alls ekki. „Aðalatriðið er að það skiptir ekki máli hvort þetta heitir álverksmiðja, eða kísilverksmiðja, eða hvað það er, heldur viljum við bara sjá hluti fara af stað. Við misstum ákveðinn tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu í þessu. Bæði með því að skapa óöryggi meðal fjárfesta um hvers konar reglur gilda hérna, og með reglum um sameiginlegt umhverfismat, bæði fyrir norðan og sunnan, sem hefur tafið mjög ferlið. Núna eru miklu verri fjármögnunarmöguleikar í heiminum heldur en árið 2009 þegar allt átti í að geta hrokkið af stað. Þannig að ég held að stjórnvöld geti alls ekki falið sig gagnvart þessu," segir Orri. Sjá má bút úr fréttinni þar sem Orri fjallar um fjárfestingar í atvinnulífinu hér fyrir ofan. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kemur fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. „Umhverfið hefur ekki verið vinsamlegt. Erlendir fjárfestar fá skömm í hattinn og eru vændir um að hafa eitthvað misjafnt í huga, eins og þegar Alcoa féll frá því að reyna að reisa verksmiðju fyrir norðan, þá fengu þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki meint neitt með þessu þrátt fyrir að hafa eytt í á annan milljarð króna í undirbúning. Þá má nefna Magma-málið, málefni Kínverjans (Huang Nubo innsk.blm) og fleira," segir Orri. Orri segir að það sé göfugt markmið að viljia fá sem best verð fyrir orkuna, hins vegar sé eitt að selja orkuna á sem bestu verði og annað að selja hana bara alls ekki. „Aðalatriðið er að það skiptir ekki máli hvort þetta heitir álverksmiðja, eða kísilverksmiðja, eða hvað það er, heldur viljum við bara sjá hluti fara af stað. Við misstum ákveðinn tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu í þessu. Bæði með því að skapa óöryggi meðal fjárfesta um hvers konar reglur gilda hérna, og með reglum um sameiginlegt umhverfismat, bæði fyrir norðan og sunnan, sem hefur tafið mjög ferlið. Núna eru miklu verri fjármögnunarmöguleikar í heiminum heldur en árið 2009 þegar allt átti í að geta hrokkið af stað. Þannig að ég held að stjórnvöld geti alls ekki falið sig gagnvart þessu," segir Orri. Sjá má bút úr fréttinni þar sem Orri fjallar um fjárfestingar í atvinnulífinu hér fyrir ofan. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira