Ný Formúlu 1 braut í Indlandi kostaði 300 miljónir Bandaríkjadala 27. október 2011 19:15 Buddh brautin er hönnuð af Hermann Tilke. AP MYND: Luca Bruno Nú Formúlu 1 braut verður notuð af Formúlu 1 liðum í keppni í fyrsta skipri á Indlandi á sunnudaginn, en hún er staðsett í 50 km fjarlægð frá miðhluta Nýju Delí og kallast brautin Buddh. Brautin var hönnuð af Hermann Tilke og fyrirtæki hans og er áætlað að það hafi kostað 300 miljónir Bandaríkjadala (nærri 34 miljarða íslenskra króna) að koma henni í gagnið samkvæmt upplýsingum frá FIA. Buddh brautin er 5.137 km að lengd og verða eknir 60 hringir í kappakstrinunm á sunnudag. Einn indverskur ökumaður verður meðal keppenda á sunnudag, en það er Narain Karthikeyan sem ekur með HRT liðinu í stað Viantonio Liuzzi. Liuzzi víkur sæti í mótinu um helgina fyrir Kartikeyan. Karun Chandok frá Indlandi mun aka bíl Lotus liðsins á æfingu á föstudag. Þá verður Force India liðið að venju að keppa, en liðið var stofnað Indverjanum Vijay Mallay árið 2007, en það er þó staðsett í Englandi. Ökumenn Force India eru Paul di Resta og Adrian Sutil. Karthikeyan sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag, ásamt fleiri ökumönnum og sagði m.a. að það væri raunhæft að komast mögulega í endmark og að slá við liðsfélaga sínum, en HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum frá stofun þess. Daniel Ricciardo ekur hinum HRT bílnum. „Þetta er söguleg og táknræn stund að indverskur ökumaður sé á ráslínunni. Það verður mikið af áhorfendum hérna. Ég vil njóta helgarinnar, skemmta mér og gera eins vel og ég get," sagði Karthikeyan m.a. á fundinum í dag. Karthikeyan sagði að föstudagurinn yrði stór dagur fyrir indverskar akstursiþróttir, en þá fara fyrstu æfingarnar fram á Buddh brautinni, sú fyrri kl. 10.00 að staðartíma, en seinni æfingin verður kl. 14.00. (Samkvæmt íslenskum tíma hefst fyrir æfingin kl. 04.30 á aðfaranótt föstudags, en sú seinni kl. 08.30) Ein æfing er á laugardag, ásamt tímatökunni og síðan er kappaksturinn á sunnudag. Formúla Íþróttir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nú Formúlu 1 braut verður notuð af Formúlu 1 liðum í keppni í fyrsta skipri á Indlandi á sunnudaginn, en hún er staðsett í 50 km fjarlægð frá miðhluta Nýju Delí og kallast brautin Buddh. Brautin var hönnuð af Hermann Tilke og fyrirtæki hans og er áætlað að það hafi kostað 300 miljónir Bandaríkjadala (nærri 34 miljarða íslenskra króna) að koma henni í gagnið samkvæmt upplýsingum frá FIA. Buddh brautin er 5.137 km að lengd og verða eknir 60 hringir í kappakstrinunm á sunnudag. Einn indverskur ökumaður verður meðal keppenda á sunnudag, en það er Narain Karthikeyan sem ekur með HRT liðinu í stað Viantonio Liuzzi. Liuzzi víkur sæti í mótinu um helgina fyrir Kartikeyan. Karun Chandok frá Indlandi mun aka bíl Lotus liðsins á æfingu á föstudag. Þá verður Force India liðið að venju að keppa, en liðið var stofnað Indverjanum Vijay Mallay árið 2007, en það er þó staðsett í Englandi. Ökumenn Force India eru Paul di Resta og Adrian Sutil. Karthikeyan sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag, ásamt fleiri ökumönnum og sagði m.a. að það væri raunhæft að komast mögulega í endmark og að slá við liðsfélaga sínum, en HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum frá stofun þess. Daniel Ricciardo ekur hinum HRT bílnum. „Þetta er söguleg og táknræn stund að indverskur ökumaður sé á ráslínunni. Það verður mikið af áhorfendum hérna. Ég vil njóta helgarinnar, skemmta mér og gera eins vel og ég get," sagði Karthikeyan m.a. á fundinum í dag. Karthikeyan sagði að föstudagurinn yrði stór dagur fyrir indverskar akstursiþróttir, en þá fara fyrstu æfingarnar fram á Buddh brautinni, sú fyrri kl. 10.00 að staðartíma, en seinni æfingin verður kl. 14.00. (Samkvæmt íslenskum tíma hefst fyrir æfingin kl. 04.30 á aðfaranótt föstudags, en sú seinni kl. 08.30) Ein æfing er á laugardag, ásamt tímatökunni og síðan er kappaksturinn á sunnudag.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira