Ný Formúlu 1 braut í Indlandi kostaði 300 miljónir Bandaríkjadala 27. október 2011 19:15 Buddh brautin er hönnuð af Hermann Tilke. AP MYND: Luca Bruno Nú Formúlu 1 braut verður notuð af Formúlu 1 liðum í keppni í fyrsta skipri á Indlandi á sunnudaginn, en hún er staðsett í 50 km fjarlægð frá miðhluta Nýju Delí og kallast brautin Buddh. Brautin var hönnuð af Hermann Tilke og fyrirtæki hans og er áætlað að það hafi kostað 300 miljónir Bandaríkjadala (nærri 34 miljarða íslenskra króna) að koma henni í gagnið samkvæmt upplýsingum frá FIA. Buddh brautin er 5.137 km að lengd og verða eknir 60 hringir í kappakstrinunm á sunnudag. Einn indverskur ökumaður verður meðal keppenda á sunnudag, en það er Narain Karthikeyan sem ekur með HRT liðinu í stað Viantonio Liuzzi. Liuzzi víkur sæti í mótinu um helgina fyrir Kartikeyan. Karun Chandok frá Indlandi mun aka bíl Lotus liðsins á æfingu á föstudag. Þá verður Force India liðið að venju að keppa, en liðið var stofnað Indverjanum Vijay Mallay árið 2007, en það er þó staðsett í Englandi. Ökumenn Force India eru Paul di Resta og Adrian Sutil. Karthikeyan sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag, ásamt fleiri ökumönnum og sagði m.a. að það væri raunhæft að komast mögulega í endmark og að slá við liðsfélaga sínum, en HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum frá stofun þess. Daniel Ricciardo ekur hinum HRT bílnum. „Þetta er söguleg og táknræn stund að indverskur ökumaður sé á ráslínunni. Það verður mikið af áhorfendum hérna. Ég vil njóta helgarinnar, skemmta mér og gera eins vel og ég get," sagði Karthikeyan m.a. á fundinum í dag. Karthikeyan sagði að föstudagurinn yrði stór dagur fyrir indverskar akstursiþróttir, en þá fara fyrstu æfingarnar fram á Buddh brautinni, sú fyrri kl. 10.00 að staðartíma, en seinni æfingin verður kl. 14.00. (Samkvæmt íslenskum tíma hefst fyrir æfingin kl. 04.30 á aðfaranótt föstudags, en sú seinni kl. 08.30) Ein æfing er á laugardag, ásamt tímatökunni og síðan er kappaksturinn á sunnudag. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nú Formúlu 1 braut verður notuð af Formúlu 1 liðum í keppni í fyrsta skipri á Indlandi á sunnudaginn, en hún er staðsett í 50 km fjarlægð frá miðhluta Nýju Delí og kallast brautin Buddh. Brautin var hönnuð af Hermann Tilke og fyrirtæki hans og er áætlað að það hafi kostað 300 miljónir Bandaríkjadala (nærri 34 miljarða íslenskra króna) að koma henni í gagnið samkvæmt upplýsingum frá FIA. Buddh brautin er 5.137 km að lengd og verða eknir 60 hringir í kappakstrinunm á sunnudag. Einn indverskur ökumaður verður meðal keppenda á sunnudag, en það er Narain Karthikeyan sem ekur með HRT liðinu í stað Viantonio Liuzzi. Liuzzi víkur sæti í mótinu um helgina fyrir Kartikeyan. Karun Chandok frá Indlandi mun aka bíl Lotus liðsins á æfingu á föstudag. Þá verður Force India liðið að venju að keppa, en liðið var stofnað Indverjanum Vijay Mallay árið 2007, en það er þó staðsett í Englandi. Ökumenn Force India eru Paul di Resta og Adrian Sutil. Karthikeyan sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag, ásamt fleiri ökumönnum og sagði m.a. að það væri raunhæft að komast mögulega í endmark og að slá við liðsfélaga sínum, en HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum frá stofun þess. Daniel Ricciardo ekur hinum HRT bílnum. „Þetta er söguleg og táknræn stund að indverskur ökumaður sé á ráslínunni. Það verður mikið af áhorfendum hérna. Ég vil njóta helgarinnar, skemmta mér og gera eins vel og ég get," sagði Karthikeyan m.a. á fundinum í dag. Karthikeyan sagði að föstudagurinn yrði stór dagur fyrir indverskar akstursiþróttir, en þá fara fyrstu æfingarnar fram á Buddh brautinni, sú fyrri kl. 10.00 að staðartíma, en seinni æfingin verður kl. 14.00. (Samkvæmt íslenskum tíma hefst fyrir æfingin kl. 04.30 á aðfaranótt föstudags, en sú seinni kl. 08.30) Ein æfing er á laugardag, ásamt tímatökunni og síðan er kappaksturinn á sunnudag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira