Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn tapaði 5.900 milljörðum

Norski olíusjóðurinn tapaði 284 milljörðum norskra króna eða rúmum 5.900 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er næstmesta tapið á einum ársfjórðungi í sögu sjóðsins.

Í fréttum norska fjölmiðla segir að megnið af þessu tapi sé gengistap af hlutabréfaeignum sjóðsins. það sé þegar farið að ganga til baka nú þegar uppsveifla er komin í gang að nýju á hlutabréfamörkuðum heimsins. Þriðji ársfjórðungur einkenndist af miklum sveiflum, og þá aðallega niður á við, á mörkuðunum.

Vegna þessa telja norskir stjórnmálamenn og fjármálaspekingar að ekki sé ástæða til að breyta fjárfestingarstefnu sjóðsins sökum tapsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×