Ólétt og elskar að versla Kristrún Ösp Barkardóttir verðandi móðir skrifar 29. október 2011 09:07 Kristrún Ösp er nýr pistlahöfundur á Lífinu. Ég er gengin rúmar 22 vikur og er ennþá mjög hress og spræk eins og ég hef verið alla meðgönguna. Ég hef ekki fundið fyrir flökurleika í eitt skipti allan tímann og vona að sjálfsögðu að ég sleppi alveg við það.Þreytan farin að segja til sín aftur Ég var ofboðslega þreytt í byrjun meðgöngunnar og er það aðeins farið að segja til sín aftur en ég gæti vel trúað því að það væri aðallega út af svefnleysi. Það truflar svefninn að þurfa að vakna til að fara á klósettið fjórum sinnum á næturna og síðan á ég í kjölfarið erfitt með að sofna aftur - en það er nú ekkert sem er að fara með mig.Tekur inn lýsi en leyfir sér súkkulaði Ég hef tekið fólínsýru frá því að ég komst að því að ég væri ófrísk en það er afskaplega gott fyrir okkur. Margir læknar segja að fólinsýra sé bráðnauðsynleg fyrir verðandi mæður. Einnig tek ég inn lýsi í töfluformi. Ég passa mig svo á að borða reglulega af hollum og góðum mat þó ég leyfi mér að sjálfsögðu líka súkkulaði og sætabrauð.Með æði fyrir ananas og broddi Alla meðgönguna hef ég verið mikið fyrir ferskan ananas og svo drekk ég óendanlega mikið af mjólk. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið fyrir áður. Svo frá því að ég varð ófrísk hef ég verið sólgin í ábrystir með kanilsykri en hef ekki náð að verða mér úti um flösku af brodd (spurning hvort einhver bóndi vill vera svo indæll og selja mér flösku?).Gaman að versla á ófæddan drenginn Það sem mér finnst svo gaman við að vita kynið er að sjálfsögðu að versla og undirbúa komu barnsins. Það getur verið frekar snúið að versla á barn sem er á leiðinni ef maður veit ekki kynið því oftar en ekki eru fötin í frekar kynjaskiptum litum og mikið um það að til dæmis samfellur eru saman í pakka og þá eru hvítar en svo annað hvort bleikar eða bláar með. Ég er verslunarsjúk en það hefur minnkað töluvert þráhyggjuna að versla á sjálfa mig því núna finnst mér skemmtilegra að versla á ófæddan drenginn minn.Þægilegt að versla á netinu Ég rakst á frábæra síðu Skoffin.is sem flytur inn sænskar vörur. Fötin eru flest úr 100% lífrænni bómull. Barnafötin eru alveg hrikalega falleg og litrík en ég féll strax fyrir þeim. Ekki skemmir fyrir að mér finnst verðið líka mjög gott. Þarna fékk ég alveg frábæra þjónustu. Ég fékk svör í gegnum tölvupóst alveg eins og skot og fötin sem ég verslaði voru síðan send til mín daginn eftir.Hér má skoða fötin sem ég verslaði á litla herramanninn minn. Heilsa Tengdar fréttir Ég geng með lítinn herramann Það sem stóð að sjálfsögðu upp úr í sónarnum var að fá að vita kynið og ég geng með lítinn herramann og er hæstánægð með það... 20. október 2011 20:16 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Ég er gengin rúmar 22 vikur og er ennþá mjög hress og spræk eins og ég hef verið alla meðgönguna. Ég hef ekki fundið fyrir flökurleika í eitt skipti allan tímann og vona að sjálfsögðu að ég sleppi alveg við það.Þreytan farin að segja til sín aftur Ég var ofboðslega þreytt í byrjun meðgöngunnar og er það aðeins farið að segja til sín aftur en ég gæti vel trúað því að það væri aðallega út af svefnleysi. Það truflar svefninn að þurfa að vakna til að fara á klósettið fjórum sinnum á næturna og síðan á ég í kjölfarið erfitt með að sofna aftur - en það er nú ekkert sem er að fara með mig.Tekur inn lýsi en leyfir sér súkkulaði Ég hef tekið fólínsýru frá því að ég komst að því að ég væri ófrísk en það er afskaplega gott fyrir okkur. Margir læknar segja að fólinsýra sé bráðnauðsynleg fyrir verðandi mæður. Einnig tek ég inn lýsi í töfluformi. Ég passa mig svo á að borða reglulega af hollum og góðum mat þó ég leyfi mér að sjálfsögðu líka súkkulaði og sætabrauð.Með æði fyrir ananas og broddi Alla meðgönguna hef ég verið mikið fyrir ferskan ananas og svo drekk ég óendanlega mikið af mjólk. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið fyrir áður. Svo frá því að ég varð ófrísk hef ég verið sólgin í ábrystir með kanilsykri en hef ekki náð að verða mér úti um flösku af brodd (spurning hvort einhver bóndi vill vera svo indæll og selja mér flösku?).Gaman að versla á ófæddan drenginn Það sem mér finnst svo gaman við að vita kynið er að sjálfsögðu að versla og undirbúa komu barnsins. Það getur verið frekar snúið að versla á barn sem er á leiðinni ef maður veit ekki kynið því oftar en ekki eru fötin í frekar kynjaskiptum litum og mikið um það að til dæmis samfellur eru saman í pakka og þá eru hvítar en svo annað hvort bleikar eða bláar með. Ég er verslunarsjúk en það hefur minnkað töluvert þráhyggjuna að versla á sjálfa mig því núna finnst mér skemmtilegra að versla á ófæddan drenginn minn.Þægilegt að versla á netinu Ég rakst á frábæra síðu Skoffin.is sem flytur inn sænskar vörur. Fötin eru flest úr 100% lífrænni bómull. Barnafötin eru alveg hrikalega falleg og litrík en ég féll strax fyrir þeim. Ekki skemmir fyrir að mér finnst verðið líka mjög gott. Þarna fékk ég alveg frábæra þjónustu. Ég fékk svör í gegnum tölvupóst alveg eins og skot og fötin sem ég verslaði voru síðan send til mín daginn eftir.Hér má skoða fötin sem ég verslaði á litla herramanninn minn.
Heilsa Tengdar fréttir Ég geng með lítinn herramann Það sem stóð að sjálfsögðu upp úr í sónarnum var að fá að vita kynið og ég geng með lítinn herramann og er hæstánægð með það... 20. október 2011 20:16 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Ég geng með lítinn herramann Það sem stóð að sjálfsögðu upp úr í sónarnum var að fá að vita kynið og ég geng með lítinn herramann og er hæstánægð með það... 20. október 2011 20:16
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög