Ólétt og elskar að versla Kristrún Ösp Barkardóttir verðandi móðir skrifar 29. október 2011 09:07 Kristrún Ösp er nýr pistlahöfundur á Lífinu. Ég er gengin rúmar 22 vikur og er ennþá mjög hress og spræk eins og ég hef verið alla meðgönguna. Ég hef ekki fundið fyrir flökurleika í eitt skipti allan tímann og vona að sjálfsögðu að ég sleppi alveg við það.Þreytan farin að segja til sín aftur Ég var ofboðslega þreytt í byrjun meðgöngunnar og er það aðeins farið að segja til sín aftur en ég gæti vel trúað því að það væri aðallega út af svefnleysi. Það truflar svefninn að þurfa að vakna til að fara á klósettið fjórum sinnum á næturna og síðan á ég í kjölfarið erfitt með að sofna aftur - en það er nú ekkert sem er að fara með mig.Tekur inn lýsi en leyfir sér súkkulaði Ég hef tekið fólínsýru frá því að ég komst að því að ég væri ófrísk en það er afskaplega gott fyrir okkur. Margir læknar segja að fólinsýra sé bráðnauðsynleg fyrir verðandi mæður. Einnig tek ég inn lýsi í töfluformi. Ég passa mig svo á að borða reglulega af hollum og góðum mat þó ég leyfi mér að sjálfsögðu líka súkkulaði og sætabrauð.Með æði fyrir ananas og broddi Alla meðgönguna hef ég verið mikið fyrir ferskan ananas og svo drekk ég óendanlega mikið af mjólk. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið fyrir áður. Svo frá því að ég varð ófrísk hef ég verið sólgin í ábrystir með kanilsykri en hef ekki náð að verða mér úti um flösku af brodd (spurning hvort einhver bóndi vill vera svo indæll og selja mér flösku?).Gaman að versla á ófæddan drenginn Það sem mér finnst svo gaman við að vita kynið er að sjálfsögðu að versla og undirbúa komu barnsins. Það getur verið frekar snúið að versla á barn sem er á leiðinni ef maður veit ekki kynið því oftar en ekki eru fötin í frekar kynjaskiptum litum og mikið um það að til dæmis samfellur eru saman í pakka og þá eru hvítar en svo annað hvort bleikar eða bláar með. Ég er verslunarsjúk en það hefur minnkað töluvert þráhyggjuna að versla á sjálfa mig því núna finnst mér skemmtilegra að versla á ófæddan drenginn minn.Þægilegt að versla á netinu Ég rakst á frábæra síðu Skoffin.is sem flytur inn sænskar vörur. Fötin eru flest úr 100% lífrænni bómull. Barnafötin eru alveg hrikalega falleg og litrík en ég féll strax fyrir þeim. Ekki skemmir fyrir að mér finnst verðið líka mjög gott. Þarna fékk ég alveg frábæra þjónustu. Ég fékk svör í gegnum tölvupóst alveg eins og skot og fötin sem ég verslaði voru síðan send til mín daginn eftir.Hér má skoða fötin sem ég verslaði á litla herramanninn minn. Heilsa Tengdar fréttir Ég geng með lítinn herramann Það sem stóð að sjálfsögðu upp úr í sónarnum var að fá að vita kynið og ég geng með lítinn herramann og er hæstánægð með það... 20. október 2011 20:16 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Sjá meira
Ég er gengin rúmar 22 vikur og er ennþá mjög hress og spræk eins og ég hef verið alla meðgönguna. Ég hef ekki fundið fyrir flökurleika í eitt skipti allan tímann og vona að sjálfsögðu að ég sleppi alveg við það.Þreytan farin að segja til sín aftur Ég var ofboðslega þreytt í byrjun meðgöngunnar og er það aðeins farið að segja til sín aftur en ég gæti vel trúað því að það væri aðallega út af svefnleysi. Það truflar svefninn að þurfa að vakna til að fara á klósettið fjórum sinnum á næturna og síðan á ég í kjölfarið erfitt með að sofna aftur - en það er nú ekkert sem er að fara með mig.Tekur inn lýsi en leyfir sér súkkulaði Ég hef tekið fólínsýru frá því að ég komst að því að ég væri ófrísk en það er afskaplega gott fyrir okkur. Margir læknar segja að fólinsýra sé bráðnauðsynleg fyrir verðandi mæður. Einnig tek ég inn lýsi í töfluformi. Ég passa mig svo á að borða reglulega af hollum og góðum mat þó ég leyfi mér að sjálfsögðu líka súkkulaði og sætabrauð.Með æði fyrir ananas og broddi Alla meðgönguna hef ég verið mikið fyrir ferskan ananas og svo drekk ég óendanlega mikið af mjólk. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið fyrir áður. Svo frá því að ég varð ófrísk hef ég verið sólgin í ábrystir með kanilsykri en hef ekki náð að verða mér úti um flösku af brodd (spurning hvort einhver bóndi vill vera svo indæll og selja mér flösku?).Gaman að versla á ófæddan drenginn Það sem mér finnst svo gaman við að vita kynið er að sjálfsögðu að versla og undirbúa komu barnsins. Það getur verið frekar snúið að versla á barn sem er á leiðinni ef maður veit ekki kynið því oftar en ekki eru fötin í frekar kynjaskiptum litum og mikið um það að til dæmis samfellur eru saman í pakka og þá eru hvítar en svo annað hvort bleikar eða bláar með. Ég er verslunarsjúk en það hefur minnkað töluvert þráhyggjuna að versla á sjálfa mig því núna finnst mér skemmtilegra að versla á ófæddan drenginn minn.Þægilegt að versla á netinu Ég rakst á frábæra síðu Skoffin.is sem flytur inn sænskar vörur. Fötin eru flest úr 100% lífrænni bómull. Barnafötin eru alveg hrikalega falleg og litrík en ég féll strax fyrir þeim. Ekki skemmir fyrir að mér finnst verðið líka mjög gott. Þarna fékk ég alveg frábæra þjónustu. Ég fékk svör í gegnum tölvupóst alveg eins og skot og fötin sem ég verslaði voru síðan send til mín daginn eftir.Hér má skoða fötin sem ég verslaði á litla herramanninn minn.
Heilsa Tengdar fréttir Ég geng með lítinn herramann Það sem stóð að sjálfsögðu upp úr í sónarnum var að fá að vita kynið og ég geng með lítinn herramann og er hæstánægð með það... 20. október 2011 20:16 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Sjá meira
Ég geng með lítinn herramann Það sem stóð að sjálfsögðu upp úr í sónarnum var að fá að vita kynið og ég geng með lítinn herramann og er hæstánægð með það... 20. október 2011 20:16